fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kennarasleikjan

Fréttir

Birgi blöskrar subbuskapurinn: „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það var brjálæðislega mikið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 07:37

Birgir Örn Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá sá ég samt með eigin augum hversu ógeðslega mikill umhverissubbuskapur fylgir flugi,“ segir Birgir Örn Guðjónsson, fyrrverandi flugþjónn og lögreglumaður.

Birgir, eða Biggi lögga eins og hann er gjarnan kallaður, skrifar býsna áhugaverða hugvekju um þann sóðaskap sem stundum fylgir ferðalögum okkar milli landa. Umræðan um plastúrgang hefur verið fyrirferðamikil að undanförnu enda hefur ákveðin vitundarvakning orðið um stöðuna sem upp er komin í umhverfismálum.

„Ógeðslega mikill umhverfissubbuskapur“

„Flugviskubit er víst eitthvað sem við nútímanneskjan eigum að vera þjökuð af. Það er ef við erum fólk sem ferðast með flugvélum. Það er því eiginlega frekar erfitt fyrir okkur Íslendinga að þjást ekki af slíku. Við búum á eyju norður í ballarhafi þar sem er haust níu mánuði ársins, ef við erum heppin. Ef það ætti að banna okkur að ferðast mætt sennilega bara loka pleisinu og skella í lás. Ekki misskilja mig. Ég elska Ísland. Ég elska samt líka pínu að fá stundum smá sól og fá að kynnast annarri menningu,“ segir Birgir í byrjun pistilsins.

Birgir bendir á að fyrir tveimur árum hafi hann tekið sér frí í lögreglunni og gerst flugþjónn.

„Það var æði. Skemmtilegt starf, hjá flottu fyrirtæki með frábæru fólki. Þá sá ég samt með eigin augum hversu ógeðslega mikill umhverissubbuskapur fylgir flugi. Við vitum að sjálfsögðu hvað vélarnar brenna brjálæðislega miklu eldsneyti. Mér skilst að það sé ekki óalgengt að það fari um tonn af eldsneyti á einni þotu bara við það að keyra út á flugbraut eða að hliðinu eftir lendingu. Það er ekkert smá! Það væri því vel hægt að spara nokkur tonnin á dag við að láta þessar vélar komast á einhvern annan hátt fram og til baka en af eigin vélaafli. En það er víst í skoðun. Mjög hægri skoðun, eins og allt virðist vera innan fluggeirans. Það er samt allt hægt.“

Birgir bendir svo á annað sem honum blöskraði en það var allt ruslið sem fylgir farþegafluginu.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það var brjálæðislega mikið. Og ekkert af því rusli er endurunnið. Ekki ein gosdós eða plastgafall. Ástæðan hefur víst eitthvað að gera með flækjustig og bönn þegar kemur að urðun á sorpi milli landa og blablabla. Semsagt dæmigert „the computer says no“ vandamál.“

Allt í sömu ruslapokana

Birgir segist hafa farið að pirra sig aftur á þessu á dögunum þegar hann flaug til Osló. Hann fékk sér Pepsi Max meðan á fluginu stóð og drakk það úr plastglasi, „eins og þau þúsundir plastglasa sem ég útdeildi sjálfur um árið“, segir hann.

„Þess vegna er ég að koma þessu frá mér hér. Öll plastglösin, allar plastflöskurnar, allar dósirnar, allar litlu plast mjólkurdollurnar fyrir kaffið og allar þessar umbúðir. Allt saman í sömu ruslapokana. Flug eftir flug, ár eftir ár, tonn eftir tonn, jörð eftir…… nei. Við eigum víst bara eina slíka.“

Birgir segir að þar sem við Íslendingar þurfum að gera okkur að góðu að búa á eyju finnist honum að Icelandair og ISAVIA ættu að vera í fararbrodd í þessum geira og sýna gott fordæmi í þessum mikilvægu málum.

„Það væri bæði jákvætt fyrir umhverfið og ímynd flugfélagsins. Ég veit að þeir eru að skoða allskonar lausnir, en það er bara kominn tími til alvöru aðgerða. Helst í gær. Þetta er að gerast of hægt.

Hvernig væri t.d. að leyfa farþegunum sjálfum bara að fara með sitt eigið rusl frá borði og setja það í flokkunartunnur við landganginn, fyrst flugfélögin mega það ekki sjálf? Það er ein hugmynd. Hljómar kannski langsótt, en ég er sannfærður um að margir væru algjörlega til í það. Það er ekkert langt síðan allir hentu ruslinu á gólfið í bíóhúsunum. Það var bara partur af bíómenningunni. Núna fara mjög margir með það í ruslatunnurnar. Við erum að breytast hvað þetta varðar. Fyrirtækin þurfa bara að vera með og gefa okkur tækifæri til þess að breyta þessari menningu,“ segir Birgir sem bendir þó á að endurvinnsla ein og sér sé ekki beint lausn á vandamálinu.

„Eina raunverulega lausnin er minni neysla. Það er líka vel hægt að minnka plastið í vélunum. Það er allt hægt. Það eina sem er ekki hægt er að gera jafn lítið mikið lengur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“