fbpx
Mánudagur 17.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Steingrímur gerði grín að Bergþóri þegar hann vildi fara að sofa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um þriðja orkupakkann stóð yfir til klukkan 5:42 í morgun. Um hálf fjögur leytið voru sumir orðnir syfjaðir og spurði þá Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, forseta Alþingis, Steingrím J. Sigfússon, hvað stæði til að halda þingfundi áfram lengi, þar sem þingmenn þyrftu að mæta á nefndarfundi að morgni.

Óhætt er að segja að svar Steingríms við þessu hafi verið kaldhæðið. Stundin greinir frá þessu. „Nú hefur komið í ljós að háttvirtir þingmenn hafa mikla þörf fyrir að tjá sig. Annríki fer vaxandi á þinginu og ekki mjög margir þingdagar eftir. Og þá er að sjálfsögðu eðlilegt að bregðast við þessari þörf þingmanna með því að lengja þingfund,“ sagði Steingrímur í nótt.

Hann hélt svo áfram og sagði ekki vanbúið að nýta nóttina. „Og ég geri ráð fyrir að háttvirtir þingmenn Miðflokksins sem hafa mikla þörf fyrir að ræða þetta mál, og ræða saman um það og fara í andsvör við sig sjálfa, þeir fagni því að það sé búið til rými fyrir þá til að flytja sínar ræður. Og þar með er þetta allt í góðu lagi og okkur ekki að vanbúnaði að nýta bjarta vornóttina til þess að eiga þessar uppbyggilegu samræður,“ sagði Steingrímur.

Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, bendir á á Twitter að líklega séu fáir eins vanir málþófi og einmitt Steingrímur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu- Uppfært: Heiðrún fundin

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu- Uppfært: Heiðrún fundin
Fréttir
Í gær

Segir samfélagið fordómafullt gagnvart öldruðum: „Feluleikur og þöggun er ekki heppileg“

Segir samfélagið fordómafullt gagnvart öldruðum: „Feluleikur og þöggun er ekki heppileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

41 mál bókað hjá lögreglu frá miðnætti – Grunur um miðnæturgrill

41 mál bókað hjá lögreglu frá miðnætti – Grunur um miðnæturgrill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frelsissvipt af barnsföður sínum – Borin út af heimilinu nakin, blóðug og marin

Frelsissvipt af barnsföður sínum – Borin út af heimilinu nakin, blóðug og marin