fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Lögreglan óskar eftir upplýsingum um verkfæraþjófnað – Sjá mynd með fréttinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. maí 2019 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í höfuðborgarsvæðinu rannsakar núna umfangsmikinn verkfæraþjófnað og óskar eftir liðsinni hins almenna borgara. Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku í Kópavogi og stolið verkfæri og byggingarefni að milljóna króna verðmæti. Á mynd hér fyrir neðan má sá dæmi um verkfæri sem var stolið og eru glöggir borgarar beðnir um að hafa augun hjá sér hvað þetta varðar. Tilkynningin er svohljóðandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar innbrot í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi, en tilkynnt var um málið í gær. Þar var stolið miklu af verkfærum og byggingarefni og hleypur tjónið á milljónum króna. Unnið var í húsinu fram til kl. 17 á laugardag og því hefur innbrotið átti sér stað einhvern tímann á því bili og fram á mánudagsnóttina. Þeir sem geta varpað ljósi á málið eru beðnir um að senda upplýsingar til lögreglunnar í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu embættisins, auk þess sem tekið er við ábendingum í síma 444 1000. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af þeim verkfærum sem var stolið í innbrotinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Rif á Snæfellsnesi þurrkað af kortinu : „Frekar lélegt“

Rif á Snæfellsnesi þurrkað af kortinu : „Frekar lélegt“
Í gær

Sjálfstæðisflokkurinn heldur ESB-dyrunum opnum

Sjálfstæðisflokkurinn heldur ESB-dyrunum opnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjöfaldur lottópottur í sjöunda sinn – Viltu vinna 100 milljónir?

Sjöfaldur lottópottur í sjöunda sinn – Viltu vinna 100 milljónir?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst

Fullyrt að Merkel komi til Íslands í ágúst