fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Jóhann Björn sparkaði í höfuð lögreglumanns: Geðlæknir vildi vista hann á sambýli en dómari dæmdi hann í fangelsi

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 21. maí 2019 14:24

Jóhann Björn var lengi eini útigangsmaðurinn á Selfossi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Björn Guðmundsson hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa í apríl í fyrra hótað lögreglumanni lífláti og í kjölfarið sparkað í höfuð hans og hægri öxl. Jóhann Björn hefur ítrekað komist í kast við lögin og hefur DV fjallað um mörg þeirra.

Það vekur athygli í dómi að geðlæknir bar vitni og lagði áherslu á að hann ætti ekki heima í fangelsi eða réttargeðdeild heldur einhvers konar sambýli. Þessi sami læknir fullyrti að það myndi ekki þjóna neinum tilgangi að vista Jóhann Björn í fangelsi þar sem slík meðferð myndi litlu breyta meðal annars vegna vitrænnar skerðingar. Þrátt fyrir þetta valdi dómari, Sigurður G. Gíslason, að dæma hann í fangelsi.

Sjá einnig: Jóhann Björn faldi kveikjarann í rassinum: „Fjarlægður úr fötum með valdi“

DV hefur skrifað nokkrar fréttir um vist Jóhanns Björns á Litli-Hrauni en í upphafi árs 2017 varð hann fyrir fólskulegri meðferð fangavarðar. Fangaverðinum var umsvifalaust vikið frá störfum auk þess sem þrír aðrir fangaverðir voru grunaðir um að hafa hylmt yfir með gerandanum. Umræddur fangavörður var þó sýknaður en í þeim dómi kom fram Jóhann Björn hafi ítrekað verið staðinn að verki að við að kveikja í klefanum sínum. Dómari mat það svo að það væri ásetningur hjá Jóhanni Birni þar sem hann faldi kveikjarann í endaþarmi sínum.

Alkóhólisti en ekki glæpamaður

Í viðtali við DV árið 2017 sagði Jóhann Björn að hann væri alkóhólisti en ekki glæpamaður. „Ég geri engum mein og það vissu allir. Núna má ég varla rölta framhjá verslunum þá er lögreglan kölluð til. Áður fyrr leystu lögreglumennirnir málið með lagni en ungir afleysingamenn í dag taka á málunum af of mikilli hörku. Það er dýrt fyrir samfélagið að einhver fyllerísvitleysa fari í gengum allt dómskerfið og endi með því að ég sé dæmdur í fangelsi,“ sagði Jóhann Björn og bætti við: „Ég hef ekki gert neinum mein, nema sjálfum mér.“

Sjá einnig: Jóhann Björn dæmdur fyrir að slá mann með Smirnoff vodkaflösku – Ætlaði að temja hesta í sumar

Þessi orð hans passa nokkuð vel við dóminn sem hann hlaut nú á dögunum. Samkvæmt honum var lögregla kölluð til í Krambúðina á Selfossi þar sem Jóhann Björn væri þar inni og „hefði verið með leiðindi og hótanir við starfsfólk og viðskiptavini“. Lögregla sá fljótt að hann var verulega ölvaður. Í dómi segir svo: „Hann hafi brúkað kjaft við lögregluna. Var ákærði færður í lögreglubifreið og streittist á móti við aðgerðir lögreglu. Segir í frumskýrslu að í lögreglubifreiðinni hafi ákærði verið með hótanir í garð lögreglumanns og sparkað í höfuð og öxl lögreglumannsins. Var ákærði færður á lögreglustöð og vistaður þar í klefa.“

Afbroti fylgi refsing

Líkt og fyrr segir mælti geðlæknir með öðru úrræði en fangelsi fyrir Jóhann Björn. „Ekki sé unnt að segja að ákærði hafi verið alls  ófær  um  að  stjórna  gerðum  sínum  umrætt  sinn  í  skilningi  15.  gr.  almennra hegningarlaga  nr.  19/1940. Sakhæfi  ákærða  skv.  16.  gr.  almennra  hegningarlaga  sé flóknara mál. Ljóst sé að ákærði sé með og hafi haft verulegar minnistruflanir. Hann fylli í allar eyður  með svokölluðum íspuna eða getgátum. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því. Þetta geri það að verkum að öll meðferð á honum verði bundin af því að þurfi að halda utan um hans mál svo að hann fari ekki sjálfum sér að voða eða stefni öðrum í hættu,“ segir í dómi.

Sjá einnig: Jóhann Björn beittur harðræði á Litla-Hrauni – Fangavörður sendur í leyfi

Í dómi er enn fremur vitnað í forstöðumann ónefnds sambýlis þar sem Jóhann Björn hafði verið frá miðjum janúar 2019. Sá taldi að honum liði vel þar. „Sambýlið sé skammt frá […] og vel úti í sveit og harla erfitt að fara burt af sjálfsdáðum. Sé þarna vakandi vakt allan sólarhringinn. Vistun ákærða hafi gengið mjög vel og hafi hann ekki tekið nein stór bræðiköst og virðist líða vel. Hann sé hins vegar mjög gleyminn og virðist vera með skerta heilastarfsemi og vilji t.a.m. ekki fara með í útihús til að sinna skepnum. Hann sé viljugur til bíltúra. Þetta búsetuúrræði henti honum að sínu áliti og eigi vitnið erfitt með að ímynda sér úrræði sem betur megi duga,“ segir í dómi.

Dómari taldi þó að Jóhann Björn væri sakhæfur og ekkert benti til þess að hann væri ófær um að stjórna gerðum sínum umrætt sinn. Sigurður dómari taldi þrátt fyrir fyrrnefnda framburði að Jóhann Björn skildi samhengi milli afbrots og refsiábyrgðar. „Meginregla laga er sú að afbroti fylgi refsing,“ segir í dómi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“