fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Íslandsbanki hagræðir til að draga úr kostnaði þrátt fyrir 2,6 milljarða hagnað

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 21. maí 2019 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsbanki hefur sagt upp 16 starfsmönnum. Uppsagnirnar munu vera liður í hagræðingaraðgerðum bankans til að draga úr kostnaði, þrátt fyrir að 2,6 milljarða hagnað á fyrsta ársfjórðungi og lægra kostnaðarhlutfall.

„Bankinn er að hagræða til að draga úr kostnaði, en kostnaðarhlutfall samstæðu var 62,6 prósent eftir fyrsta ársfjórðung,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri Íslandsbanka í svari til blaðamanns.

Við erum að fækka bæði í útibúum og höfuðstöðvum en við tilkynntum í dag breytingu á þjónustustigi í útibúum okkar á Granda og Höfða. Það er í takt við þá þróun þar sem heimsóknum í útibú er að fækka verulega.“

Blaðamaður hefði tekið eftir því að auglýsingar bankans fyrir maraþon Íslandsbanka, eru þær sömu og notaðar voru fyrir ári síðan. Skyldi það einnig vera hluti af hagræðingaraðgerðum?

Það lá fyrir á síðasta ári, þegar ráðist var í stóra herferð með fjölda íslenskra leikara sem gáfu vinnu sína til styrktar góðum málefnum, að herferðin yrði notuð í tvö ár.“

Eitthvað virðist Íslandsbanki þó vera að gera rétt þar sem þrátt fyrir háan kostnað eftir fyrsta ársfjórðung náði bankinn samtímis að hagnast um 2,6 milljarða og lækka kostnaðarhlutfallið um 7,2 prósent.  Í tilkynningu Íslandsbanka til Kauphallar fyrir skömmu sagði að lausafjárstaða bankans væri sterk bæði í íslenskum krónum sem og erlendum gjaldmiðlum, vel umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið. Í tilkynningunni er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra:

„Framhaldið er spennandi fyrir okkur í Íslandsbanka þar sem við ætlum okkur að vera hreyfiafl til góðra verka og hafa jákvæð og uppbyggileg samfélagsáhrif en jafnframt halda áfram að veita viðskiptavinum okkar bestu bankaþjónustu á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“

Sólveig skýtur til baka: „Ég get ekki blokkað Þráinn Hallgrímsson út úr lífi mínu en mikið vildi ég óska þess“
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell

Lögreglumaður gekk fram á lík við Vatns­fell
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun

Ók undir áhrifum ólöglegra efna – Vel útbúin kannabisræktun fannst af tilviljun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“

Helgi Hrafn hjólar í Sigmund: „Hann velur alltaf þægilegu, einföldu og óábyrgu leiðina til að afla sjálfum sér vinsælda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“

Íbúi á Ásbrú hefur fengið sig fullsaddan af ælandi köttum – „Ég er að sturlast“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“

Daníel og Albert sakaðir um hrottalega frelsissviptingu – „Ógnaði honum með hamri og hótaði að brjóta á honum hausinn“