fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Eru íslensk grunnskólabörn of oft í fríi? Skólastjórar vilja að lögum verði breytt – „Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2019 06:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill meirihluti skólastjórnenda vill að opinber viðmið verði sett um leyfi, eða frí, grunnskólabarna frá námi. Þetta leiðir könnun Velferðarvaktarinnar í ljós á meðal skólastjórnenda og vitnað er til í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir Þorsteinn Sæber, formaður Skólastjórafélags Íslands, að verið sé að kalla eftir því að löggjafinn setji lög um skólaskyldu og velti fyrir sér hvort það eigi að vera viðmið um hvað sé eðlilegt að veita mikið leyfi frá skyldunámi. Á undanförnum árum hafi beiðnum foreldra um leyfi fyrir börn sín fjölgað. Ekki sé hægt að kenna neinu einu um um en ein kenning er meiri velmegun í þjóðfélaginu.

Í könnuninni sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag kemur fram að 9 af hverjum 10 skólastjórnendum á Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ séu hlynntir því að setja opinber viðmið á leyfi nemenda frá námi.

Ef marka má orð Þorsteins gengur vald foreldra umfram lög um skólaskyldu. Með öðrum orðum þýðir það að foreldrar geta tekið börn sín úr skóla hvenær sem er án þess að skólastjórnendur geti haft aðra hagsmuni barnsins að leiðarljósi.

Könnunin sem fjallað er um hér að framan leiðir í ljós að rúmlega þúsund börn hér á landi glími við skólaforðun og vilji ekki mæta í skólann.

Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir að tengsl séu á milli skólasóknar og skólaforðunar.

„Ég efast stórlega um að foreldrar geri sér grein fyrir þessu. Jafnvel geta margir talið að þessi frí komi til með að styrkja börnin og víkka sjóndeildarhringinn, en gera sér ekki grein fyrir því að þetta getur bitnað á náminu,“ segir Siv við Fréttablaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn