fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Simmi Vill gat ekki sofið: „Sé eftir því og finnst það ekki lengur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. maí 2019 13:00

Sigmar Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í gær þá var athafna- og fjölmiðlamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða Simmi Vill eins og hann er yfirleitt kallaður, ekki sáttur við uppátæki Hatara á laugardaginn, en hljómsveitarmeðlimir veifuðu palenstínskum fánum. Hann gagnrýndi þetta á Twitter og hlaut talsverðar skammir fyrir.

Sjá einnig: Simmi ósáttur við Hatara

Hann hélt þó áfram að tísta inn í nóttina og sagðist að lokum sjá eftir orðum sínum. Fyrst um sinn blöskraði honum viðbrögðin sem tístið hans fékk. „Getur einhver látið mig vita þegar góða fólkið er búið að fá alla sína útrás á síðasta tísti mínu. Magnað hvað frjálslyndafólkið reynist í raun fordómafyllst þegar öllu er á botninn hvolft,“ skrifaði Sigmar og bauð góða nótt.

Um tveimur tímum síðar skrifaði hann nýtt tíst eftir andvökunótt. „Ég gat ekki sofnað. Sé eftir því að hafa fundist Palestínu fánanum ofaukið. Sé eftir því og finnst það ekki lengur. Þetta var bara ótrúlega flott að sjá okkar fólk senda sterk skilaboð til heimsins. Takk fyrir góð rök og hvetjandi skilaboð sem opnuðu augu mín,“ skrifaði Sigmar og lækuðu það fjölmargir.

Í gær birti hann svo stutt myndband, en af því að dæma hafði hann aftur sveiflast í átt að því að vera á móti uppátækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar Rúnar – „Ég er í svo miklu sjokki að ég er gráti nær, þetta hefði getað endað alveg hræðilega“

Ragnar Rúnar – „Ég er í svo miklu sjokki að ég er gráti nær, þetta hefði getað endað alveg hræðilega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla gagnrýni fyrrverandi landlæknis: „Eins og í leikhúsi fáránleikans“

Mótmæla gagnrýni fyrrverandi landlæknis: „Eins og í leikhúsi fáránleikans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann