fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ræktaði marijúana og bruggaði landa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. maí 2019 10:18

Kannabisplöntur í rætkun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærmorgun kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að um hafi verið að ræða rúmlega 150 kannabisplöntur.

„Í húsnæðinu fannst einnig töluvert magn af landa sem verið var að brugga. Húsráðandi viðurkenndi bæði ræktunina og bruggunina og afsalaði sér plöntum, landa svo og búnaði, sem hann hafði notað við framleiðsluna, til eyðingar.“

Þá segir lögregla að umtalsvert magn fíkniefna hafi fundist í húsleit sem farið var í, að fenginni heimild, í öðru ótengdu máli. „Var fíkniefni að finna víðs vegar í íbúðarhúsnæði í umdæminu og var um að ræða meintar e – töflur, kannabisefni og amfetamín. Húsráðandi var handtekinn og færður til skýrslutöku á lögreglustöð.“

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn