fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Guðmundur: „Ætti að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. maí 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að mínu siðferðislega fallvalta mati áttu tveir aðilar, Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Júróvisjón, og siðanefnd Alþingis, einstaklega slæma daga í síðustu viku. Hvorugur gerði gott mót.“

Þetta segir Guðmundur Steingrímsson, heimspekingur og fyrrverandi þingmaður, í grein sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar gerir hann upp tvö heitustu fréttamál síðustu daga; niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og og fjaðrafokið í kringum Hatara í Eurovision.

Guðmundur vandar hvorki siðanefndinni né Jon Ola Sand kveðjurnar í pistli sínum og segir:

„Bæði Jon Ola Sand og siðanefndin reyndu í vikunni að vera einhvers konar siðferðislegir áttavitar. Sussað var á annað fólk. Spurningarnar sem við það hafa vaknað eru í meira lagi bitastæðar.“

Siðanefnd sem storkar fólki siðferðislega?

Guðmundur segir að með áliti sínu hafi siðanefnd Alþingis náð að kippa tilveruréttinum svo til algjörlega undan eigin tilverurétti. „Hugsanlegt er að siðanefndin hafi misskilið hlutverk sitt og talið að hún ætti að storka fólki siðferðislega. Það er einmitt það sem hún hefur gert. Siðferðisleg álitamál blasa við sem aldrei fyrr,“ segir Guðmundur og bætir við síðar að einungis í siðlausu samfélagi þurfi siðanefnd.

„Í samfélagi þar sem enginn hefur siðferðisvitund, þar þarf nefnd. Og Ísland er sem betur fer ekki komið þangað. Alveg.“

Guðmundur segir að hið siðlega hjá siðanefndinni væri að leggja sig niður með rökstuddu áliti.

„Sjálfsagt var nefndin að vanda sig en veruleikinn blasir við. Ásmundur Friðriksson fékk of mikið af aksturspeningum. Slíkt hátterni er ekki til siðferðislegrar fyrirmyndar, finnst mörgum. Þingmönnum ber að sýna hófsemi þegar aðgangur að opinberu fé er annars vegar. Það að Þórhildur Sunna segist geta rökstutt þær grunsemdir sínar að Ásmundur hafi með þessu hátterni dregið sér fé, er ekki nema sjálfsagt. Það er Ásmundar að svara þeim grunsemdum, ekki siðanefndar. Geti hann það ekki — sem mér sýnist hann hafa átt í verulegum erfiðleikum með — þá verður hann að eiga það yfir höfði sér að verulegur fjöldi fólks telur að hann hafi vísvitandi rukkað til sín of mikið fé og að hann hafi ekki gert það óvart. Og þannig er það.“

Sneri siðferði á haus

Guðmundur vindur sér síðan að framkvæmdastjóra Eurovision, Jon Ola Sand, sem átti, líkt og siðanefnd Alþingis, slæma viku af svipuðum ástæðum, segir hann.

„Hann sneri siðferði á haus. Af fréttum að dæma virðist Jon Ola Sand hafa haft verulegar áhyggjur af Hatara og leitast við að koma í veg fyrir að hljómsveitarmeðlimir sýndu heilbrigðan hug sinn til mannréttinda á þessari flugeldasýningu friðar og kærleika. Ef Sand hefur sterka siðferðisvitund, þá ætti hann að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá?“

Guðmundur endar svo grein sína á þessum orðum:

„Ætti ekki veröldin að vera frekar svona: Ef þjóð ætlar að fara með hernaði gegn annarri þjóð og varpa jafnvel sprengjum á börn, er þá hægt að bjóða listafólki með einhverja samvisku upp á það að grjóthalda kjafti og syngja bara um ást og frið í slíku landi? Hvorki Sand né siðanefnd getur fyrirskipað frið, ef friður ríkir ekki. Það verður ekki komist hjá gagnrýni, hefði Sand átt að segja við Ísrael. Og siðanefndin við Ásmund. Þið verðið að feisa gjörðir ykkar. Þannig er lífið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn