fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Er uppátæki Hatara það pólitískasta sem hefur sést í Eurovision?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 20. maí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spurningin á allra vörum eftir Eurovision-keppnina um helgina er hvort það muni hafa afleiðingar fyrir Ísland að Hatari hafi veifað palestínska fánanum á meðan stigin þeirra voru lesin upp.

Samkvæmt samþykktum Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva er heimilt að beita aðildarríki viðurlögum, fari þau ekki eftir ákvæðum samþykkta eða ákvörðunum framkvæmdastjórnar. Í samþykktinni er í engu minnst á pólitískar yfirlýsingar.

Í reglum keppninnar sjálfrar er tekið fram að keppnin er ópólitísk og aðildarríkjum gert að tryggja það að keppendur þeirra fari eftir þeirri reglu. Nær reglan til blaðamannafunda, viðburða og hátíðarinnar sjálfrar. Þar er einnig tekið fram að brot gegn reglunum geti leitt til þess að land verði dæmt úr keppni.

Hins vegar kemur ekkert fram um hvað skuli gera þegar pólitísk yfirlýsing kemur þegar verið er að tilkynna úrslitin. Varla hefði það mikla þýðingu fyrir Ísland að vera dæmt úr leik eftir á. Að tíunda sætið yrði tekið af okkur.

Fyrr í dag var greint frá afstöðu núverandi og fyrrverandi útvarpsstjóra, Magnúsi Geir Þórðarsyni og Páli Magnússyni, sem voru á öndverðu máli um hvort EBU muni beita Ísland viðurlögum. EBU hefur gefið út að fundað verði í framkvæmdastjórn um uppákomuna og ákvörðun tekin út frá því.

Kanna hvort lag verði ritskoðað

Á hverju ári kemur sérstök nefnd saman á vegum EBU sem fer í gegnum öll framlögin í keppninni það árið og kannar hvort ástæða sé til að ritskoða eitthvert þeirra.

Úkraína dansaði á línunni með framlagi sínu, 1944, sem vann keppnina árið 2016. Lagið slepp í gegn því það fjallaði um liðna atburði, sem þó spegluðust mikið í samtímanum og því töldu margir að þetta væri aðeins skammarlega lélegt dulargervi til að fela pólitískan áróður.

 

Árið 2009 hafnaði EBU Georgíska framlaginu, We don’t wanna put in, vegna pólitísks áróðurs, en titill lagsins þótti vera vísun til forseta Rússlands, Vladimirs Putins. Georgía dró sig í kjölfarið úr keppninni það árið, frekar en að velja nýtt framlag eða breyta textanum.

 

 

Hins vegar samþykkti EBU framlag Ísraels árið 2007, Push the Button, sem kom mörgum á óvart þar sem lagið er mjög áberandi pólitískt.

 

 

Árið 2015 sendi Armenía lagið Face the Shadows sem var harðlega gagnrýnt fyrir að vera pólitískt. Talið var að lagið væri að vísa til þjóðarmorða í Armeníu og kalla eftir alþjóðlegri viðurkenningu.  Fulltrúar frá Azerbaijan og Tyrklandi, sem viðurkenna ekki þjóðarmorðin, tilkynntu að þeir myndi koma í veg fyrir að keppninni væri fórnað til að þjóna pólitískum hagsmunum. Til að svara gagnrýninni breyttu Armenar titli lagsins, sem var áður Don’t deny, eða Ekki afneita

Armenía og Azerbaijan deildu hart um svæði sem kallaðist Nagorni-Karabakh og hefur það í tvígang valdið usla í Eurovision. Fyrra skiptið var árið 2009. Í póstkorti armenska framlagsins var sýnt listaverk frá  NagornoKarabakh, sem Azerbaijan taldi sig ráða yfir. Azerbaijan var síðan sakað um ritskoðun. Yfirvöld hefðu kallað landsmenn sem hefðu kosið Armeníu í keppninni í yfirheyrslu. EBU sektaði fulltrúanefnd Azerbaijan en beitti ekki viðurlögum.  Keppandi Armeníu árið 2016 veifaði fána NagornoKarabakh, þrátt fyrir reglur EBU um að aðeins megi veifa fánum sem viðurkenndir eru af Sameinuðu þjóðunum. EBU gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem fordæmdu athæfið og sögðu það skaðlegt vörumerki keppninnar. Armenska ríkisútvarpið var í kjölfarið beitt viðurlögum þar sem því var lýst fyrir að landið hefði gerst brotlegt, og tekið fram að frekari brot á reglum myndu valda brottrekstri úr keppninni.

Viðurlög vegna skulda við sambandið

Árið 2016 vísaði EBU Rúmeníu úr keppninni þar sem landið hafði ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar gagnvart sambandinu. Það sama gilti um Bosníu-Hersegóvínu árið 2018, en þeim var meinaður aðgangur að allri þjónustu EBU vegna skuldar. Ríkissjónvarpi Makedóníu var hótað viðurlögum 2018 vegna skuldar, en ekki kom til þess að Makedóníu yrði meinað að taka þátt. Eftir Eurovisionkeppnina í Úkraínu árið 2017 kom til  umræðu að beita viðurlögum. Úkraína hafði meinað rússneska keppandanum að koma til landsins og lét sér ekki segjast jafnvel þó EBU hefði hótað að beita landið viðurlögum.

Það mun líka vera tekið upp af framkvæmdastjórninni að beita Úkraínu viðurlögum núna í ár. Söngkonan MARUV vann forvalið í Úkraínu þetta árið, en henni mislíkuðu skilmálar samnings sem henni var gert að  undirrita að forvalinu loknu. Í samningnum var henni gert að afbóka alla viðburði í Rússlandi, henni bannað að gera neitt á sviði sem ekki væri fyrir fram samþykkt af úkraínska ríkisútvarpinu,  mátti ekki tala við blaðamenn án samþykkis ríkisútvarpsins og auk þess var henni gert að greiða sjálf fyrir fylgdarlið sitt. Ríkisútvarpið vildi ekki veita neins konar fjárstuðning, ekki taka þátt í kynningu á framlaginu, ekki taka þátt í kostnaði og auk þess ef hún færi ekki í öllu eftir samningnum gæti útvarpið sektað hana um 65 þúsund evrur.

Blaðamaður sendi fyrirspurn á EBU um hvort að viðurlög væru einu sinni heimil á grundvelli fyrirliggjandi reglna, en ekki hafa borist svör en sem komið er. Ætla má þó í ljósi þess er að ofan greinir, að standi Ísland í skilum á fjárhagslegum skuldbindingum sínum gagnvart EBU, þá sé líklegt að einu viðurlögin sem við verðum beitt verði í formi áminningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn