fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. maí 2019 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Douglas Murray er væntanlegur til Íslands en bók hans, The Strange Death of Europe, er nýkomin út í íslenskri þýðingu, undir heitinu Dauði Evrópu. Þýðandi er Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður. Útgefandi eru samtökin Tjáningarfrelsið.

Douglas Murray aðhyllist svokallaðan neoconvervatism, eða ný-íhaldshyggju eins og mætti þýða orðið. Hann er virtur blaðamaður og starfar auk annars sem ritstjórnarfulltrúi hjá Spectator. Hann hefur gefið út nokkrar bækur en umrætt verk kom út árið 2017 og hefur selst vel. Í bókinni leiðir Douglas fram sín rök fyrir því að evrópsk siðmenning eigi undir högg að sækja, meðal annars vegna fordæmalausrar fjölgunar innflytjenda á seinni árum, pólitísks réttrúnaðar og djúpstæðrar sektarkenndar Vesturlandabúa, sem geri þá ófæra um að snúa við þróuninni og horfast í augu við staðreyndir. Douglas er einnig þekktur fyrir gagnrýni sína á Íslam, meðal annars vegna uppgangs íslamskrar öfgahyggju á Vesturlöndum og afstöðu margra múslíma til samkynhneigðra en Douglas Murray er sjálfur samkynhneigður.

Douglas Murray leiðir meðal annars fram mikinn sögulegan fróðleik í bókinni, birtir ferðalýsingar og segir frá margvíslegum kynnum sínum af flóttamönnum.

Bókinni hefur víða verið vel tekið og Douglas Murray sagður skarpur greinandi, auk þess að þykja vera lipur penni. Sumir gagnrýnendur hans segja þó að málflutningur hans sé lítið annað en útlendingaandúð klædd í búning Oxford-ensku, fágaðrar framkomu og lipurra stílbragða.

Í tilefni af útgáfu bókarinnar á Íslandi kemur Douglas Murray til landsins næstu daga og flytur fyrirlestur í Hörpu á fimmtudagskvöld. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar Rúnar – „Ég er í svo miklu sjokki að ég er gráti nær, þetta hefði getað endað alveg hræðilega“

Ragnar Rúnar – „Ég er í svo miklu sjokki að ég er gráti nær, þetta hefði getað endað alveg hræðilega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla gagnrýni fyrrverandi landlæknis: „Eins og í leikhúsi fáránleikans“

Mótmæla gagnrýni fyrrverandi landlæknis: „Eins og í leikhúsi fáránleikans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“

Dofri segir að stofna eigi karlaathvarf – „Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann

Lögregla sögð nær því en nokkru sinni fyrr að leysa gátuna um hvarf Madeleine McCann