fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Langveikum heyrnarlausum mismunað – Fastar í fátæktargildru á meðan aðrir njóta lífsins

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 18. maí 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heyrnarlausar konur, sem auk þess glíma við sykursýki, telja sér mismunað af almannatryggingakerfinu. Heyrnarleysið eitt og sér veitir rétt til óskertra örorkubóta, en engin viðbót kemur til þegar heyrnarlausir glíma auk þess við lífshættulega sjúkdóma. Mismununin felst að þeirra mati í því að heilbrigðir heyrnarlausir á örorku lifi mun við mun betri kjör en þeir sem eru heyrnarlausir og heilsuveilir. Þetta skapar ójafnræði meðal einstaklinga innan samfélags heyrnarlausra.

Þreyttar á ástandinu

Konurnar, sem vilja ekki láta nafna sinna getið, deildu sögu sinni með blaðamanni í von um að ríkisstjórnin vaknaði og hugaði betur að aðstæðum þeirra öryrkja sem hafa veruleg útgjöld vegna læknis- og lyfjakostnaðar.

„Ég er orðin mjög þreytt á ástandinu og öllum þessum greiðslum sem falla til. Og mér líður mjög illa. Peningarnir duga ekki til fyrir öllum þessum auka útgjöldum. Ég er heyrnarlaus, tilheyri þeim hópi, en er auk þess með sjúkdóm. Þeir sem eru heyrnarlausir en eru ekki með neinn sjúkdóm þurfa ekki að bera neinn kostnað af því greiða lyf, fara til læknis og annað. Við fáum öll sömu greiðslurnar frá Tryggingastofnun,“ segir ein þeirra.

Þar með skapast ójöfnuður. Heilbrigðir, heyrnarlausir einstaklingar hafa því mun meiri ráðstöfunartekjur en viðmælendur blaðamanns sem bera mikinn kostnað af sjúkdómi sínum. „Þannig að maður hefur mjög lítið á milli handanna til að lifa á, en svo horfir maður til annarra innan samfélags heyrnarlausra sem geta notið lífsins, leyft sér ýmislegt og standa ekki í þessu streði eins og ég.“

Hring eftir hring í Bónus

Annar viðmælenda blaðamanns vildi gjarnan sækja árshátíð hjá Félagi heyrnarlausra sem haldin var á dögunum. En sökum bágs fjárhags var það ekki mögulegt nema viðkomandi hefði sleppt lífsnauðsynlegum lyfjum og læknisheimsóknum, eða fengið lánað fyrir miðanum.

„En þá hefði ég þurft að borga það til baka og það væri ekki betri staða fyrir mig að greiða þetta til baka síðar, því ég er enn sem áður með sama læknis- og lyfjakostnaðinn. Maður er bara að reyna að halda að sér höndunum og ég verð að viðurkenna að þegar ég fer í Bónus geng ég hring eftir hring og leita að ódýrum mat, vegna þess að allar mínar tekjur fara í lyfjakostnað.

Mig langar bara að segja við ríkisstjórnina: „Ríkisstjórn! Þið verðið að vakna. Þið verðið að laga þessa kerfislægu mismunun. Af hverju þurfa þeir sem eru heyrnarlausir, en að öðru leyti heilbrigðir, sömu greiðslur frá Tryggingastofnun og við hin sem berum mikinn aukakostnað vegna okkar sjúkdóms. Þau fá sama afsláttarkort og við, afslátt af tannlæknaþjónustu og öðru, og mér finnst það ekki rétt. Mér finnst það ósanngjarnt og gera það að verkum að við stöndum mun hallari fæti en þau.“

Vill vera góð amma

Á meðan viðmælendur blaðamanns verja nánast öllu ráðstöfunarfé í meðferð vegna sjúkdóms sjá þeir aðra heyrnarlausa njóta lífsins. Á meðan þær þurfa jafnvel að leita til Mæðrastyrksnefndar til að hafa ofan í sig, geta aðrir innan samfélags heyrnarlausra skellt sér til útlanda, keypt sér ný föt og gert vel við aðstandendur sína.

„Ég er heyrnarlaus, en hef líka átt að stríða við þunglyndi og þurft að vera á lyfjum vegna þess og þarf að kaupa mjög dýr lyf auk þess sem ég þarf að sprauta mig út af sykursýkinni. Svo sér maður kannski einhverja fallega flík sem mann langar að kaupa, en getur ekki leyft sér það. Ég á barnabörn og auðvitað langar mig að færa þeim afmælis- og jólagjafir, en það er verulega erfitt fyrir mig út af minni fjárhagsstöðu.“

Til að mynda hefur hún þurft að leita til samtaka um prjónaskap þar sem hún hefur lært að prjóna og fær ókeypis garn. Þannig hefur hún náð að prjóna gjafir fyrir barnabörnin. En það ætti ekki að þurfa og auðvitað langar hana að geta fært barnabörnunum gjafir sem þau langar verulega í.

„Mig langar svo að gefa barnabörnunum mínum fallegar gjafir, ég elska þau og öfundast út í annað fólk sem getur gefið sínum barnabörnum eða börnum fallega hluti og dýra. Ég þarf alltaf að leita að einhverju ódýru og ég er bara með samviskubit og líður mjög illa yfir því hvað ég get veitt þeim lítið. Allt út af því að örorkubæturnar eru of lágar. Ég vil vera góð amma og standa mig í stykkinu en það er mjög erfitt eins og staðan er. Svo sér maður þessa heilbrigðu, heyrnarlausu einstaklinga sem geta ferðast og gert allt sem þeim sýnist á meðan mér finnst ég alltaf þurfa að ganga á vegg. Mig langar bara að njóta eins og hinir. Auðvitað skammast maður sín alveg í ræmur fyrir að vera fátækur, það er ekkert gaman.“

„Ótrúlega sorgleg staða“

„Ríkið bara hunsar öryrkja og lítur niður á okkur og það verður að laga þetta vandamál.“ Til að rétta stöðuna sjá þær stöllur nokkrar leiðir færar. Til að mynda væri hægt að láta heyrnarlausa gangast undir læknisfræðilegt mat, sem yrði framkvæmt af teymi, þar sem skerðing þeirra væri metin. Einnig væri fært að hafa lyfja- eða lækniskostnað endurgjaldslausan hjá þeim einstaklingum sem glíma í rauninni við tvær aðskildar skerðingar sem sjálfstæðar myndu skapa rétt til örorkubóta.

„Auðvitað ætti insúlín og slíkt að vera frítt fyrir okkur svo við séum að fá sömu ráðstöfunartekjur og hinir, en á meðan við erum að eyða svona miklu aukalega í lyf vegna okkar sjúkdóms þá stöndum við ekki jafnfætis hinum. Lífsgæði þessara  hópa eru gerólík, þannig að okkar tækifæri til að njóta eru í raun og veru engin. Mér finnst þetta ekki réttlátt og mér finnst að þetta sé málefni sem ríkisstjórnin þurfi að vakna upp af værum blundi vegna, og láta sig varða.“

Staðan er sú að heyrnarlausir fá það sama greitt, hvort sem þeir glíma við kostnaðarsama lífshættulega sjúkdóma eða ekki. „Það verður að aðskilja þessa hópa. Þeir sem eru heyrnarlausir en heilbrigðir að öðru leyti geta farið og unnið og svoleiðis, en þeir sem ekki geta það, þá verður að aðskilja.“

Vilja vitundarvakningu

„Ríkisstjórnin verður að laga þetta, heilbrigðir, heyrnarlausir eiga ekki að sitja við sama borð og við hin sem erum líka með einhverja auka fötlun. En svo getur náttúrlega komið upp að heyrnarlaus fái einhvern hamlandi sjúkdóm. Þá ætti hann að fara fram fyrir þrjá lækna og láta meta það, læknarnir myndu þá votta og staðfesta greininguna og senda svo til Tryggingastofnunar. Þá gæti viðkomandi fengið hærri bætur.“

Skilaboðin sem þær vilja koma á framfæri eru eftirfarandi:

„Halló, þið í ríkisstjórninni! Vaknið til lífsins, þið verðið að taka eftir okkur! Við viljum að þessu ári 2019 þá verði þetta óréttlæti leiðrétt. Að staða heyrnarlausra verði ekki sú sama, annars vegar þeirra sem eru heyrnarlausir en að öllu öðru leyti heilbrigðir og hins vegar þeirra sem glíma við einhvern annan sjúkdóm. Við viljum vekja fólk til vitundar og að það verði meðvitað um þessa stöðu sem fólk eins og við er í.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“
Fréttir
Í gær

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi
Fréttir
Í gær

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Í gær

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“