fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. maí 2019 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, færði í gær Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir að gjöf í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins. Sömuleiðis blómvönd fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Íþróttasamband fatlaðra hefur frá upphafi barist kröftuglega fyrir aukinni þátttöku fatlaðs fólks í íþróttum. Þannig hefur það stutt við aukinn þroska þess, sjálfstraust, sjálfsvitund og um leið aukið  möguleika þess til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á.

„Ég hef verið þeirrar gæfu og gleði aðnjótandi að fá að sjá með eigin augum þá ótrúlegu krafta sem búa innan sambandsins. Meðal annars þegar ég fékk að fylgja íslenska hópnum sem keppti á heimsleikum Special Olympics í Abu Dahbi fyrr á þessu ári,“ sagði Ásmundur Einar á afmælishátíðinni. Hann minnti gesti sömuleiðis á þá staðreynd að á meðal mesta afreksfólks íslenskra íþrótta er íþróttafólk með fatlanir. Má þar nefna Kristínu Rós Hákonardóttur, sem var tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2013.

Ásmundur Einar sagði starfsemi sambandsins hafa mikilvæga samfélagslega þýðingu. „Það styrkir félagslegar aðstæður barna og ungmenna og eiga einkunnarorð þess einkar vel við á þessum tímamótum en þau eru: stærsti sigurinn er að vera með.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“
Fréttir
Í gær

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi
Fréttir
Í gær

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Í gær

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“