fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ólga innan FKA – Vel skipulögð hallarbylting – Nýr formaður vísar gagnrýni á bug

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 14:23

Hulda Ragnheiður Árnadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands, var í gær kjörin formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) eftir að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Rakel Sveinsdóttur.  Nokkur ólga mun vera í félaginu eftir formannskjörið og talað hefur verið um hallarbyltingu og atkvæðasmölun.

Morgunblaðið hefur eftir ónefndum heimildarmanni sem sat formannskjörið að um vel skipulagða hallarbyltingu hafi verið að ræða og að útlit sé fyrir að félagið muni klofna. Þó nokkrir félagsmenn munu hafa sagt sig úr félaginu síðastliðinn sólarhring, þar á meðal fyrrverandi formaður félagsins og forstjóri PFAFF, Margrét Kristmannsdóttir.

Heimildarmaður DV segir mikinn Viðreisnarbrag yfir nýrri stjórn og að FKA hafi í raun klofnað strax í kosningabaráttu í aðdraganda aðalfunds þar sem það var harðlega gagnrýnt að fyrrverandi formenn félagsins hafi eindregið stutt sitjandi formann. Var til dæmis talað um að lýðræðinu væri stýrt innan félagsins að sögn heimildarmanns DV.

Hulda Ragnheiður bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Rakel Sveinsdóttur. Hulda fékk 182 atkvæði á meðan Rakel hlaut 144, svo ljóst er að naumt var á munum.

FKA eru hagsmunasamtök sem hafa það að markmiði að gæta hagsmuna, efla samstöðu og samstarf kvenna í atvinnulífinu. Gagnrýnt hefur verið að nýr formaður, Hulda Ragnheiður, sé framkvæmdastjóri ríkisstofnunar, en þar með sé hún starfsmaður hins opinbera sem sé ekki atvinnurekstur. Þá sé undarlegt að hagsmunasamtök í atvinnulífi séu ekki leidd af einkaframtakinu.

 „Hvernig fær það staðist að framkvæmdastjóri ríkisstofnunar sé orðinn formaður Félags kvenna í atvinnulífinu? Rekstur ríkisstofnana, sem byggir á lögum, á fátt skylt við atvinnurekstur. Af hverju var hallarbylting?“

Fráfarandi formaður Rakel Sveinsdóttir, sagðist, í samtali við blaðamann DV,  skilja sátt við formannsstólinn. „Þetta hafi var góður tími og mikið af flottum og stórum verkefnum sem var gaman að vinna að og ég er mjög stolt af. Nú hafa verið boðaðar nýjar áherslur og ég óska nýjum formanni góðs gengis,“ segir Rakel. Nefnir hún sérstaklega Jafnvægisvogina og fjölmiðlaverkefnið sem hún er gífurlega stolt af.

Morgunblaðið hefur einnig eftir heimildarmanni að strax að loknu formannskjörinu hafi vaknað spurningar um hvort hópur innan FKA, Leiðtogaauður, eigi samleið með nýrri stjórn, en áherslur Huldu og nýrrar stjórnar þykja ósamrýmanlegar áherslum Leiðtogaauðar.

Hulda Ragnheiður hefur nú þegar hlotið gagnrýni fyrir formennsku sína, en hún þakkaði fráfarandi formanni og stjórnarmeðlimum ekki fyrir vel unnin störf þegar hún tók við. Samkvæmt heimildarmanni DV var Hulda gagnrýnd fyrir þetta inni á Facebook-hópi FKA.

 „Ég vil endilega fá að þakka fráfarandi formanni kærlega fyrir vel unnin störf síðastliðin tvö ár fyrir mig. Fannst það einkennilegt og man ekki eftir að hafa upplifað það áður að fráfarandi formanni eða stjórn sé ekki þökkuð störf og hef þó verið á óteljandi aðalfundum í allslags karlafélögum í minni vinnu.“

Hulda hefur svarað gagnrýninni og segir það miður að þakkirnar hafi misfarist.  Úr þessu hefur verið bætt inn á vefsíðu FKA þar sem segir:

„Fyrrum formanni FKA, Rakel Sveinsdóttur og fráfarandi stjórnarkonum, Guðrúnu Ragnarsdóttur og Önnu Þóru Ísfold er þakkað fyrir stjórnarstörf og allt þeirra framlag til félagsins.“

Í samtali við blaðamann DV sagði Hulda Ragnheiður enga hallarbyltingu hafa átt sér stað.

„Nei, ég túlka þetta ekki þannig. Ég myndi bara segja að við séum í lýðræðislegum félagsskap þar sem kom framboð gegn sitjandi formanni sem var búin að sitja annað af tveimur heimilum kjörtímabilum. Konum var gefinn kostur á að kjósa á lýðræðislegan hátt um tvo ólíka formenn sem báðir hafa mikla og ólíka styrkleika.“

Hulda segir að það hafi skort vettvang fyrir fleiri konur til að komast að til þess að hafa áhrif: „Ákallið erum það að það sé leitað til stærri hóps kvenna um áherslur, þátttöku og stefnumótunar.“

Varðandi úrsagnir úr félaginu sagði Hulda að enginn hefði haft beint samband við hana. Fimm úrsagnir hafi komið fram frá aðalfundi en að sama bragði hafi fimm meðlimir bæst í félagið. Í félögum og samtökum er mikil félagavelta og hafi til að mynda á þriðja hundrað kvenna sagt sig úr félaginu á síðasta ári, og ríflega þrjú hundruð félagar bæst við hópinn.

„Við munum þó sakna mikið þessara öflugu kvenna sem eru að ganga nú úr félaginu.“

 

 

Hulda Ragnheiður Árnadóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn