fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Martröð Íslendinga í Torrevieja – Óprúttnir þjófar stálu fermingarpeningunum: „Þetta er skelfilegt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. maí 2019 07:30

Torrevieja er vinsæll sumarleyfisstaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Geir Geirsson, flugvirki og fjölskylda hans lenti í Torrevieja, vinsælum sumarleyfisstað á Spáni, aðfaranótt miðvikudags. Klukkan tvö um nóttina voru þau búin að fá afhenta tvo bílaleigubíla. Þegar töskurnar voru komnar í skottið á öðrum bílnum dundi áfallið yfir.

„Þá sér strákurinn minn sem var að fermast tvo menn opna skottið á bílnum okkar. Hann hélt að þeir væru bara að fara í vitlausan bíl og sér þá bara loka skottinu og hlaupa í burtu,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Þjófarnir höfðu þá hlupið á brott með tölvutösku Sigurðar, en í henni voru meðal annars þrjú þúsund evrur, tölva, myndavél, sími, veski og vegabréf.

„Þarna voru meðal annars þúsund evrur sem strákurinn fékk í fermingargjöf. Sem betur fer er elsti strákurinn með sín kort.“

Lögreglumenn ekki hissa

Sigurður og fjölskylda höfðu rakleiðis samband við lögreglu, en þjófnaðurinn kom lögreglumönnum ekki á óvart.

„Þeir sögðust fá hátt í tíu svona mál á dag hérna á flugvellinum,“ segir Sigurður og er sannfærður að þjófarnir hafi fylgst með fjölskyldunni í einhvern tíma eftir komuna til Torrevieja áður en þeir létu til skara skríða.

„Áður en ég kom hingað var mér sagt að taka ekki peninga út úr hraðbönkum því þeir mynduðu kortin um leið en þú veist ekkert hvaða hraðbankar það eru. Þannig að ég tók með mér peninga en það var greinilega ekkert skárra.“

Slypp og snauð

Fjölskyldan er í vonum í sárum eftir svartan blett á sumarfríinu.

„Þetta er skelfilegt. Við stöndum hérna nokkurn veginn slypp og snauð og tryggingarfélagið gerir ekkert fyrir okkur eins og er. Börnin urðu hálfpartinn vitni að þessu og eru bara hágrátandi,“ segir Sigurður og bætir við að atburðurinn hafi haft mikil áhrif á fjölskylduna.

„Sérstaklega á drenginn sem var að fermast. Hann ætlaði sér að gera mikið fyrir þessa peninga og eiga gott frí hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn