fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Slasaðist illa við dimmiteringu á Akureyri – Áfallateymi virkjað

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2019 12:29

Mynd: Auðunn Níelsson. akureyri.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka hlaut alvarlega áverka í andliti eftir slys við dimmiteringu hjá Menntaskólanum á Akureyri í gær. Stúlkan mun hafa klemmst þegar vökvaknúinni loku á malarflutningavagni var lokað.

Frá þessu er greint í frétt á vef RÚV.

Þar segir að stúlkan hafi ekki hlotið lífshættulega áverka en þó hlotið alvarlega andlitsáverka. Var hún flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Í fréttinni kemur fram að áfallateymi Rauða krossins hafi verið virkjað og rætt við skólafélaga stúlkunnar.

Þá segir að hefð sé fyrir því að nemendum sé ekið um í vögnum sem dregnir eru af traktorum. Haft er eftir lögreglu að ekki hafi verið veitt sérstakt leyfi fyrir þessum flutningum. Af því tilefni muni lögregla senda bréf til skóla í umdæminu þess efnis að hér eftir verði slíkir vagnar ekki notaðir í þessum tilgangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur