fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Skorað á Jóhannes: – Fær 30 þúsund ef hann segir „Líkþorn“ þegar hann kynnir stigin í Eurovision

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2019 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint hefur verið frá mun leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson taka að sér að vera stigakynnir Íslands í Eurovisionkeppninni á laugardaginn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann munn túlka hlutverkið en hann hefur fengið ráðleggingar úr öllum áttum.

Í samtali við mbl útilokaði Jóhannes Haukur ekki að fatavalið hans muni endurspegla íslenska framlagið í Eurovision.

„Aðaláskor­un­in er að stand­ast þá freist­ingu að gera eitt­hvað úr þessu. Ég ein­set mér að hafa þetta bara fum­laust. Áfram með smjörið. Kynna stig­in,“ sagði Jóhannes við mbl.

Á Facebook-síðu vakti Jóhannes svo athygli á því að stóra spurningin er ekki í hvaða fötum hann verður, heldur hvað hann segir og með hvaða hreim.

„Stærri spurning er, á ég að tala með íslenskum hreim eða beita þeim breska, sem ég hef náð töluverði valdi á með hjálp fagaðila? Og á ég að segja „Hello Tel Aviv“ eða „Shalom aleichem Tel Aviv“.

Og enn fremur á ég að þakka þeim fyrir “a wonderful show” eða ekki?!????!!!

….. þetta er stærra en ég gerði mér grein fyrir.“

Að vanda stóð ekki á svörum á Facebook, þar sem margir  komu með tillögur og ráðleggingar.

 

„Íslenskur hreimur, eins og Björk, það er sexí. Ekkert hjal, fólkið vill heyra stigin strax. Shalom aleicken Tel Aviv er flott, það er nóg af ensku í þessu showi,“ sagði söngvarinn geðþekki Bergþór Pálsson. Ekki hafði Bergþór þó sagt hug sinn allan því hann bætti við annari athugasemd þar sem hann gaf Jóhannesi og landsmönnum öllum gott ráð varðandi atkvæðagreiðsluna: „Ef við fáum mörg stig, passa að gefa tíu og tólfu þeim sem eiga engan séns. Við lyftum ekki þeim sem eru í samkeppni, eins og gerðist þegar Selma var í öðru sæti.“

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann, taldi þetta dagskrárvald vera tilvalið til að benda það sem betur mætti fara: „Bentu þeim frekar á (kurteisislega) hvað þeir hefðu getað gert betur. Og endilega BiblíuTómas hreiminn. Alltaf.“
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson gerði Jóhannesi freistandi tilboð: „Eins og nefndi við þig, þú færð 30 þúsund krónur ef þú kemur orðinu : „Líkþorn fyrir í kynningunni“.“
Leikarinn Örn Arnarson setti fram tillögu að kynningu: „Hey, Tel Avivó..Palestínó…Greetings from Æsland!..Byrja svona :)“
Söngvarinn Eyþór Ingi taldi best fyrir Jóhann að beita breska hreimnum: „Breskan grjótharðan, Ber að ofan og leðurólar! Enginn afsláttur“
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og stjórnmálaskýrandi, taldi það sniðuga hugmynd að gefa Evrópu eitthvað að tala um:

„Taktu Hauk Ingibergsson á þetta. Gefðu einhverjum labbakútum 12 stig – og komdu svo sneypulegur aftur fimm mínútum síðar með leiðréttingu að það hafi verið allt annað land sem átti að fá stigin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“

Fréttin sem enginn vildi birta – „Skamm­ar­legt aðgerðarleysi og þögg­un“
Fréttir
Í gær

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi

Myrt á hrottalegan hátt – Stundaði rannsóknir á Íslandi
Fréttir
Í gær

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Í gær

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“

Sextugur karl reyndi að nýta sér neyð Halldóru: „Hvað myndirðu gera fyrir 10 þús?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“

Marouane vildi afhausa lögreglumann í Smáralindinni – „Ætlaði að drekka blóðið úr henni“