fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Landspítali settur á gult viðbúnaðarstig vegna rútuslyssins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 17:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítali hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig vegna rútuslyss í dag á Suðurlandsvegi, við Hofg­arða, skammt norðan við Fag­ur­hóls­mýri. Samkvæmt upplýsingum sem við höfum á þessum tímapunkti, kl. 17:10, eru 5 rauðmerktir og þar með alvarlega slasaðir af 33 sem voru í rútunni. Viðkomandi eru nú á leið til Landspítala, en ekki er vitað með vissu hvenær eða hvernig viðkomandi koma til Landspítala, með sjúkrabifreið, sjúkraflugi eða þyrlu. Eftir því sem næst verður komist eru ýmist 28 grænir eða gulir samkvæmt viðbragðsáætlun, sem þýðir að viðkomandi eru lítið eða minna slasaðir og til frekara mats og skoðunar.

Vegna mikils álags sem viðbúnaðarstig hefur í för með sér biður Landspítali fólk með minniháttar áverka eða veikindi um að leita frekar til heilsugæslu eða Læknavaktar frekar en bráðadeildar í Fossvogi ef kostur er. Þetta atvik kemur ofan í þunga stöðu og þann mikla flæðisvanda, sem Landspítali glímir við í augnablikinu.

Sjá nánar um viðbragðsáætlun Landspítala

Sjá einnig:

Rútuslys á Suðurlandsvegi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk