fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Konur taka strætó en karlar keyra strætó

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlegar tölur, samantekt sem unnin er af af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar á hverju ári, er komin á vefinn. Í samantektinni má finna tölulegar upplýsingar sem ætlað er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla. Í ár er lögð áhersla á velferðarmál og samgöngur auk þess sem sjónum er beint að atvinnulífinu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Í tilkynningunni er meðal annars bent á áhugaverðar tölur um strætó og þá staðreynd að aðeins 17 konur keyri strætisvagna Strætó BS en 181 karl árið 2019.

Þá eiga 7.199 konur strætókort á kennitölu en 5.889 karlar. 60,5% skráðra eigenda fólksbifreiða í Reykjavík eru karlar.

„Í umferðarslysum á Íslandi 2018 létust 13 karlar og 6 konur.  Þar af voru það 5 erlendir karlar sem létust og 8 íslenskir karlar. Í hópi kvenna sem létust í umferðarslysum voru 4 erlendar konur og 2 íslenskar konur.“

Þá segir í tilkynningunni að drengir séu í meirihluta þeirra sem dvöldu í skammtímavistun á vegum Reykjavíkurborgar á liðnu ári, þeir voru 102 en stúlkur voru 50. Karlar eru líka í meirihluta íbúa sértækra búsetuúrræða fyrir fólk með þroskahömlun á vegum Reykjavíkurborgar. Af 248 íbúum eru karlar 145 talsins en konur 103.

„Fjölskyldusamsetning/fjölskyldugerðir í Reykjavík hefur lítið breyst frá árinu 1999 nema fyrir þær sakir að einstaklingum hefur fjölgað talsvert eða úr 36.906 árið 1999 í 50.690 árið 2019 sem er 37% aukning. Karlar með börn eru enn þá mun færri en konur með börn en þeir eru 513 talsins en konur með börn 4.520. Karlar sem gengu undir ófrjósemisgerð voru 127 árið 1996 en 2016 gengu 508 karlar undir þessa aðgerð sem eru 300% aukning/þreföldun.“

Þá kemur fram að á milli 2016 og 2017 hafi trans körlum, sem leituðu til trans teymis Landspítala, fjölgað úr 15 í 27 einstaklinga. Á sama tíma fjölgaði trans konum úr 18 í 23.

„Hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu störfuðu 72 konur sem lögregluþjónar hjá árið 2017 en 235 karlar. Embætti formanns Stúdentaráðs Háskóla Íslands var gegnt af 55 körlum og engri konu frá 1920-1973 en frá 1974-2019 hafa 14 konur gegnt embættinu og 31 karl. Öllum fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands árið 2019 er stýrt af körlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga