fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hafa játað íkveikju í Seljaskóla

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. maí 2019 14:15

Mynd frá brunanum í Seljaskóla um síðustu helgi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír piltar, sem eru ósakhæfir vegna ungs aldurs, hafa játað íkveikju í Seljaskóla um síðustu helgi. Eldur kviknaði í þaki skólans og urðu miklar skemmdir á honum. Skólastarf hófst þó að nýju í vikunni. Í tilkynningu lögreglu vegna málsins segir:

„Rannsókn á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12 maí sl. er langt komin og þrír piltar hafa játað aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í þaki skólans.  Piltarnir eru undir sjálfræðisaldri og einn þeirra undir sakhæfisaldri.  Málið hefur verið unnið í samráði við félagsyfirvöld og heldur rannsókn málsins áfram.   Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar á þessu stigi.“

Þess má geta að á fundi borgarráðs í morgun lagði Flokkur fólksins fram eftirfarandi bókun um atburðinn:

„Bruni í tvígang í Seljaskóla er mikið áfall. Öllum er brugðið. Orsakir liggja ekki fyrir en fullyrt er að eftirlit sé gott og strangt. Borgarfulltrúi Flokks fólksins er hugsað til eldri skólabygginga sem ekki hefur verið haldið við en þær eru fjölmargar í Reykjavík. Byggingar í eigu borgarinnar hafa margar drabbast niður undanfarin ár. Því til staðfestingar eru fjöldi tilvika um myglu í fasteignum borgarinnar. Í fréttum segir að á einhverjum tíma var verið að segja upp vöktunarsamningum á brunaviðvörunar- og vatnsúðakerfum og viðhaldssamningum þrátt fyrir að það hafa verið brunar af og til. Viðhald skiptir öllu máli og hafa viðhaldsmál einfaldlega rekið á reiðanum í borginni undanfarin ár. Brunavörnum þarf einnig að sinna. Ef brunavörnum er ekki sinnt dags daglega eru þær ekki til neins. Svo ábyrgð borgarinnar er mjög mikil. Ég spyr eins og margir, eru skólarnir á höfuðborgarsvæðinu öruggir fyrir börnin? Borgarfulltrúi Flokks fólksins er þakklátur fyrir að allt fór vel og þakkar slökkvuliði og stjórnendum. Borgarfulltrúi er hins vegar ekki tilbúinn að bíða eftir næsta bruna. Hér verður að setja peninga í að taka út stöðu viðhalds bygginga sem börn stunda nám eða tómstundir.“

Sjá einnig:

Myndir af brunanum í Seljaskóla

Jón dapur yfir gamla skólanum sínum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus