fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Þóroddur: „Símafyrirtækið vildi greinilega tryggja að ég kæmi ekki aftur í viðskipti til þess í framtíðinni“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Íslendingar hafa eflaust á einum tíma eða öðrum staðið í ströngu við fjarskiptafyrirtæki, hvort sem það er núverandi þjónustuveitandi eða fyrrverandi. Einn þeirra er Þóroddur Bjarnason, blaðamaður, sem sagði raunasögu sína á baksíðu ViðskiptaMoggans.

Þóroddur ákvað að skipta um símafyrirtæki þar sem honum þótti reikningurinn orðinn of hár og flókinn þar að auki. Hann reyndi þó fyrst að fá bót mála sinna á símafyrirtækinu, en án árangurs.

„Þegar ég gerði svo eina úrslitatilraun til að segja upp hluta þjónustunnar, og fékk þau svör að það skipti eiginlega engu máli, reikningsupphæðin yrði hvort eð er sú sama eftir á, var mér öllum lokið.“

„Dag einn á götu í Kringlunni voru allar varnir mínar fallnar og viljugur hoppaði ég í fangið á nýju símafyrirtæki.“

Þar með ætti frásögninni að ljúka. Þóroddur var ósáttur, leitaði annað með viðskipti sín og þar með ætti vandamálið að vera úr sögunni. En rauninn varð önnur.

„Þar sem ég er eldri en tvævetur, vissi ég samt að ekki borgaði sig að fagna of snemma. Þó svo að allt hafi átt að ganga smurt kom það auðvitað á daginn nokkrum vikum síðar að nýr reikningur frá gamla félaginu dúkkaði upp í heimabankanum.

Þóroddur átti samkvæmt þeim reikningi að greiða fyrir leigu á gamla búnaðinum, sem var ekki í notkun heldur í plastpoka í bílskúrnum. Þar að auki átti hann að greiða fyrir sjónvarpsþjónustu úr þessum leigða búnaði. Hann hafði umsvifalaust samband við gamla símafyrirtækið og fékk þjónustusfulltrúa til að fallast á að fella niður rukkun á sjónvarpsefni sem hann hefði engin not fyrir, en fyrir búnaðinn þurfti hann þó að borga leiguna. Þóroddi hefur fundið þessi viðbrögð gamla fyrirtækisins undarleg, þar til hann gerði sér grein fyrir markmiði þeirra.

„Símafyrirtækið vildi greinilega tryggja að ég kæmi ekki aftur í viðskipti til þess í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Í gær

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu