fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ný könnun Seðlabankans: Væntingar um verðbólgu hafa minnkað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2019 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýleg könnun Seðlabanka Íslands á væntingum markaðsaðila bendir til þess að væntingar um verðbólgu hafi minnkað frá síðustu könnun bankans í lok janúar síðastliðnum. Nú vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja ársfjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankans en bankinn kannaði væntingar markaðsaðila dagana 6. til 8. maí síðastliðinn. Leitað var til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent.

Í niðurstöðunum kemur fram að markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Í könnuninni var enginn sem taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir en í fyrri könnun bankans taldi tæpur fjórðungur svo vera.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Andri Hrannar vann 40 milljónir í lottó – Hugðist taka eigið líf

Andri Hrannar vann 40 milljónir í lottó – Hugðist taka eigið líf
Fyrir 23 klukkutímum

Fjölskyldan á rétt á því að vera saman

Fjölskyldan á rétt á því að vera saman
Fréttir
Í gær

Undirskriftasöfnun gegn Hatara hafin – „Við samþykkjum ekki gyðingaandúð í okkar landi“

Undirskriftasöfnun gegn Hatara hafin – „Við samþykkjum ekki gyðingaandúð í okkar landi“
Fréttir
Í gær

Simmi ósáttur við Hatara

Simmi ósáttur við Hatara
Fréttir
Í gær

Sjáðu Matthías tala um ömmu sína á næstum reiprennandi þýsku

Sjáðu Matthías tala um ömmu sína á næstum reiprennandi þýsku
Fréttir
Í gær

Reyndi að stela bíl af bílasölu

Reyndi að stela bíl af bílasölu
Fréttir
Í gær

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrosshræið í Saltvík hefur verið fjarlægt – „Þetta mál hefur komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína“

Hrosshræið í Saltvík hefur verið fjarlægt – „Þetta mál hefur komið mjög illa við mig og fjölskyldu mína“
Fyrir 2 dögum

Spurning vikunnar: Í hvaða sæti hafnar Ísland í Eurovision?

Spurning vikunnar: Í hvaða sæti hafnar Ísland í Eurovision?