fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lindex á Íslandi færir út kvíarnar – Opna verslun í Kaupmannahöfn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 08:02

Field's í Kaupmannahöfn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska fataverslunarkeðjan Lindex er nú að hefja sókn inn á nýjan markað en hún opnar nú 700 fermetra verslun í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn. Þetta er áframhald á sókn Lindex á erlenda markaði og er sérleyfishafi Lindex á Íslandi, LDX 19, í samstarfi við móðurfyrirtækið í Svíþjóð um þessa sókn inn á danska markaðinn.

Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Fram kemur að í nýju versluninni verði allar vörulínur Lindex seldar. Haft er eftir Johan Isacson, hjá Lindex, að Danmörk sé spennandi markaður og að fyrirtækið hafi lengi haft áhuga á að opna verslun þar í landi.

Fram kemur að LDX 19 reki sex verslanir hér á landi auk netverslunar.

Tæplega 9 milljónir gesta koma árlega í Fields sem er stærsta verslunarmiðstöð Danmerkur en hún er rúmlega 79.000 fermetrar að stærð.

Lindex er með 470 verslanir í 17 löndum auk netverslana í 30 löndum. Keðjan stendur sterkt að vígi á Norðurlöndunum með 201 verslun í heimalandinu Svíþjóð, 99 í Noregi, 68 í Finnlandi og 6 á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“