fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Katrín óskar eftir að ráðuneytið skoði mál Erlu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2019 09:42

Erla Bolladóttir. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur óskað eftir því að dómsmálaráðuneytið skoði mál Erlu Bolladóttur sérstaklega. Í viðtali við Mannlíf á dögunum kom fram að Erla væri sár út í Katrínu. Erla er sú eina í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem fékk mál sitt ekki tekið upp að nýju síðasta haust.

Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Katrínu að hún hafi hitt Erlu og óskað eftir því að ráðuneytið skoði hennar mál sérstaklega. Erla sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga eftir að hún var handtekin í desember 1975. Hún var sakfelld fyrir rangar sakargiftir.

Í samtali við Fréttablaðið í dag segist Erla ekki hafa heyrt af því að málið sé til skoðunar í ráðuneytinu.

„Staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra,“ segir Erla í viðtalinu.

Í viðtalinu við Mannlíf í byrjun maí sagði Erla það þungbært að lifa með dómnum allan þennan tíma og að sök hennar standi sé áfall út af fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum