fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Haukur notar sérstæða mynd á Tinder – Margrét er að hugsa um að bjóða honum á deit

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þekkir einhver þennan Hauk og eftirnafnið hans? Var að fá upplýsingar um að hann notar þessa mynda af mér á Tinder,“ spyr Margrét Friðriksdóttir Facebook-vini sína. Tilefnið er þessi sérstæða mynd á Tinder-reikningi einum. Haukur notar þar mjög þekkta mynd af Margréti Friðriksdóttur þar sem hún heldur á smáhundi, og hefur skipt út sínu trýni dýrsins fyrir sitt eigið andlit.

Margrét kann vel að meta spaug og bætir við spurningu sína:

„Er einmitt að spá í að bjóða honum á deit, hef alltaf verið hrifin af hundum og kjölturökkum, þeir láta svo vel af stjórn.“

Maðurinn sem hér er að verki heitir Haukur Valdimar Pálsson og er 36 ára kvikmyndagerðarmaður. DV hafði samband við Hauk og aðspurður sagði hann að engin alvarleg eða djúp merking væri að baki birtingunni:

„Þetta er nú bara létt grín. En ég hef ánægju af að setja saman myndir og setja saman menn og dýr,“ segir Haukur, sem hefur gaman af grískri goðafræði þar sem finna má skepnur sem eru samblöndur manna og dýra.

„Ég vinn mest við að klippa saman vídeó, bæði tónlistarmyndbönd og tónlistarvídeó.“

Haukur segist bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við Tinder-myndinni. Margrét hafi ekki haft samband við hann sjálf en hann hafi heyrt að hún hafi húmor fyrir uppátækinu.

Aðspurður segist Haukur vera nokkuð vinsæll á Tinder. Hins vegar sé á þessari stundu ekkert sem bendi til stefnumóts hans og Margrétar Friðriksdóttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“