fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Valborg fékk lán og veðsetti íbúðina til að komast í aðgerð – „Þetta er gjörsamlega galið!“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 13:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valborg Anna Ólafsdóttir, formaður Miðflokksins í Mosfellsbæ, lýsir áhyggjum sínum á heilbrigðiskerfinu í grein sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag.

Hún segir að hún hafi farið í þrjár krossbandsaðgerðir eftir að hafa lent í slysi 15 ára gömul, en eftir þær hafi verið þörf á liðskiptaaðgerð. Læknir Valborgar sagði henni þó að biðin eftir aðgerð á Landspítalanum væri of löng og það besta í stöðunni væri að fá spelku frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri.

Eftir að hafa fengið spelkuna sem var niðurgreidd af ríkinu lýsir valborg ömurlegum tímum „Helgarnar fóru í það að liggja upp í sófa og finna þunglyndið banka að dyrum. Ég gat svo lítið gert,“

Valborg bað þá heimilislækninn sinn um að skrá sig á biðlista hjá Landspítalanum.

Hnéð festist og hún gat ekki gengið

„Eftir nokkrar vikur með spelkuna og á þrjóskunni einni saman, spelku sem gerði akkúrat ekki neitt, festist hnéð þegar ég var úti í búð að versla“ segir Valborg sem gat ekki gengið þegar hingað er komið við sögu.

Þá var Valborgu bent á að hafa samband við Hjálmar hjá Klíníkinni, sem hún og gerði. Hjálmar hafði starfað við liðskiptiaðgerðir í Svíþjóð um árabil og var nýkominn til landsins.

Valborgu biðu tveir valkostir: að bíða í minnsta lagi í sex mánuði eftir að fá niðurgreidda aðgerð hjá Landspítalanum eða fara í aðgerð hjá Hjálmari og borga fúlgur fjár fyrir.

„Ég hugsaði málið og ákvað að hringja í Hjálmar og segja að þetta væri ekki boðlegt, ég yrði að komast í aðgerð eða andlega heilsan myndi að fullu gefa sig,“

Tók lán og veðsetti húsið

„Ég ræddi við bankastjórann minn, fékk lán og veðsetti íbúðina mína fyrir aðgerðinni,“ sagði Valborg og bætir við „Greiddi sjálf fyrir aðgerðina. Ég, sjúkratryggði Íslendingurinn,“

Valborg sér ekki eftir aðgerðinni sem heppnaðist vel, hún segist geta allt sem hana langi til og vera dugleg að hreyfa sig. Hún segist þó sakna 1.200.000 krónanna sem þurfti að borga fyrir aðgerðina og vonast til að fá endurgreitt einn daginn.

Valborg þakkar Hjálmari og Klíníkinni sérstaklega fyrir að standa við bakið á henni í bataferlinu.

Spyr hvers vegna heilbrigðisráherra semji ekki við Klíníkina

„Þetta er gjörsamlega galið!“ skrifar Valborg að lokum, en þar á hún við að heilbrigðisráðherra vilji ekki semja við Klíníkina og sendi frekar sjúklinga til Svíþjóðar.

Í seinasta mánuði tjáði Ísólfur Gylfi Pálmason sig um svipað mál, en hann fór einmitt til Svíþjóðar í mjaðmaaðgerð sem var niðurgreidd af ríkinu. Þrátt fyrir að aðgerð hjá Klíníkinni hefði kostað minna. Ísólfur bað þá ríkisstjórnina um að fresta þriðja orkupakkanum til að einbeita sér að þessum málefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aflskortur í aðsigi

Aflskortur í aðsigi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til ketóklikkhausanna: „Megið þið kafna á eigin kolvetna vandlætingu“

Til ketóklikkhausanna: „Megið þið kafna á eigin kolvetna vandlætingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnin okkar eru komin á Tinder – Auglýst eftir börnum allt niður í níu ára

Börnin okkar eru komin á Tinder – Auglýst eftir börnum allt niður í níu ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kanadísk fjölskylda ætlar í mál við Sjóvá – „Við erum eyðilögð“

Kanadísk fjölskylda ætlar í mál við Sjóvá – „Við erum eyðilögð“