fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Siglir umhverfis Ísland fyrir skóla dóttur sinnar: „Hann er svo sannarlega hugrakkur maður“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2019 20:00

Mynd/LancsLive

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Englendingurinn Andrew Bedwell ætlar að sigla umhverfis Ísland á lítilli 6,5 metra skútu til að safna pening fyrir skóla dóttur sinnar. Hann kveðst í samtali við LancsLive vera afar spenntur fyrir ferðinni þó að sjórinn sé kaldur.

Andew hefur mikla reynslu af siglingum og fannst því kjörið að leggja sitt af mörkum til að létta undir rekstri grunnskólans sem dóttir hans gengur í, Halsall St. Cuthberts. Framlög til skólans hafa verið lækkuð mikið undanfarin misseri og með þessu móti vonast Andrew til að útivistarsvæði skólans fái nauðsynlegt viðhald og endurbætur.

„Skólarnir eru að lenda í niðurskurði svo ég vildi leggja mitt af mörkum til að tryggja að leikvöllurinn verði þar áfram og að hann verði gerður enn betri,“ sagði Andrew. „Poppy dóttir mín elskar skólann sinn. Hún er í fyrsta bekk.“

Andrew mun því sigla hringinn í kringum landið og ætlar sér að gera það í einum rykk, án þess að stoppa.

„Ég ætla mér að sigla allan hringinn í kringum Ísland og svo til baka. Ekki nema eitthvað fari úrskeiðis kem ég ekki til með að stoppa á leiðinni. Þetta er svolítið eins og að búa inni í þvottavél, það verður mjög blautt.“

Fjáröflunin hefur verið í heilt ár í bígerð en gert er ráð fyrir að það muni taka hann um þrjár vikur að ljúka ferðalaginu. Hann siglir á lítilli snekkju sem er aðeins 6,5 metrar að lengd en á henni hefur hann hvorki bað- né svefnherbergi. Hann verður aðeins með fáein föt til skiptanna og þarf að sofa í stuttum lúrum, alls ekki lengur en 20 mínútur í senn.

„Það verður gífurleg áskorun að missa öll samskipti við  umheiminn á meðan á ferðinni stendur. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá verð ég bara að treysta á sjálfan mig, og sjórinn er mjög kaldur.“

Andrew er þó ekki bara að gera þetta fyrir skólann. Hann hefur ákaflega gaman af siglingum og krefjandi áskorunum.

„Það er góð tilfinning að hafa stór markmið. Það að skólinn græði á þessu líka er bara bónus“

Nemendur  Halsall St. Cuthbert munu svo fylgjast með ferðalaginu frá skólastofunni og hefur umsjónarkennari þeirra ákveðið að nýta tækifærið og kenna þeim sitt hvað um veðurspár, veðurskilyrði og fleira tengt ferðalögum og siglingum.

LancsLive talaði einnig við  umsjónarkennara í skólanum sem sagði að þó þeim þætti vænt um fjáröflunina þá þætti þeim þessi áform svolítið biluð.

„Hann er svo sannarlega hugrakkur maður. Öllu fé sem safnast verður varið til að kaupa meira af tækjum til útiveru  og það er vel metið. Við óskum honum góðrar og öruggrar ferðar.“

Andrew
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Í gær

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu