fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála er enn að störfum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 07:45

Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og segist hún binda vonir til að hægt verði að ná samkomulagi við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og segir að þetta hafi komið fram í svari Katrínar við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Kristrún Heimisdóttir veitir nefndinni forystu en Katrín skipaði nefndina í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í september síðastliðinn.

Fram hefur komið að aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar séu ósáttir við störf nefndarinnar og Erla Bolladóttir, sem fékk mál sitt ekki endurupptekið, hefur einnig gagnrýnt seinagang nefndarinnar.

Fram hefur komið að sáttanefndin hafi um 600 milljónir til ráðstöfunar en hvort sú upphæð dugi til að ná sáttum er annað mál. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, skýrði frá því í Silfrinu á RÚV á sunnudaginn að hann krefjist rúmlega 1.000 milljóna í bætur fyrir hönd Guðjóns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Í gær

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu