fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála er enn að störfum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 07:45

Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og segist hún binda vonir til að hægt verði að ná samkomulagi við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og segir að þetta hafi komið fram í svari Katrínar við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Kristrún Heimisdóttir veitir nefndinni forystu en Katrín skipaði nefndina í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í september síðastliðinn.

Fram hefur komið að aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar séu ósáttir við störf nefndarinnar og Erla Bolladóttir, sem fékk mál sitt ekki endurupptekið, hefur einnig gagnrýnt seinagang nefndarinnar.

Fram hefur komið að sáttanefndin hafi um 600 milljónir til ráðstöfunar en hvort sú upphæð dugi til að ná sáttum er annað mál. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, skýrði frá því í Silfrinu á RÚV á sunnudaginn að hann krefjist rúmlega 1.000 milljóna í bætur fyrir hönd Guðjóns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Líf borgarfulltrúi týndi páfagauk – „Ég er að farast úr samviskubiti“

Líf borgarfulltrúi týndi páfagauk – „Ég er að farast úr samviskubiti“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Madonna og Hatari héldu landsmönnum frá salerninu: Miklu minni vatnsnotkun

Madonna og Hatari héldu landsmönnum frá salerninu: Miklu minni vatnsnotkun
Fréttir
Í gær

Matthías segist telja að Hatari hafi brotið reglurnar

Matthías segist telja að Hatari hafi brotið reglurnar
Fréttir
Í gær

Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“

Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“