fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Magnús vill að slökkviliðsmenn fari á eftirlaun 60 ára

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Smári Smárason, Formaður Landssambands Slökkviliðs- og sjúkrafluttningamanna, skrifaði í morgun pistil í Fréttablaðið. Þar lýsir hann áhyggjum sínum á því að íslenskir slökkviliðs- og sjúkrafluttningamenn þurfi að vinna til 67 ára aldurs til að fá fullan lífeyri, 7 árum lengur en starfsbræður þeirra í Noregi og Danmörku.

Magnús nefnir margar mismunandi ástæður fyrir því að ekki sé gott fyrir starfsstéttina að vinna of lengi. Fyrst nefnir hann að slökkviliðs- og sjúkrafluttningamenn sinni verkefnum sem taki bæði verulega á líkama og sál, þeir þurfi að vera viðbúnir að bregðast við neyð allan sólarhringinn.

Hann bendir líka á að rannsóknir sýni fram á tengsl á milli slökkviliðsstarfsins og ákveðinna krabbameina. Á vegum landssambandsins, þar sem Magnús er formaður, starfar sérstök krabbameinsnefnd sem fræðir félagsmenn og fylgist með gangi mála í rannsóknum á krabbameini.

En það eru ekki bara líkamleg veikindi sem Magnús bendir á heldur segir hann slökkviliðs- og sjúkrafluttningamenn líklegri til að greinast með áfallastreituröskun.

Magnús talar um erfiðar líkamlegar kröfur slökkviliðsmanna og nefnir sem dæmi reykköfun „Þeir þurfa að uppfylla heilbrigðiskröfur sem settar eru í reglugerð um reykköfun en þar er enginn munur gerður á kröfum milli kyns eða aldurs. Með hækkandi aldri getur einstaklingum reynst erfiðara að uppfylla þessar kröfur.“

„Oft á tíðum þarf að lyfta sjúklingum úr erfiðum aðstæðum þar sem ómögulegt getur verið að beita réttri líkamsstöðu með tilheyrandi hættu á stoðkerfisáverkum,“ segir Magnús til að sína enn betur fram á líkamlega erfiðleika sem slökkviliðsmenn þurfa að glíma við, en hann segir heilsufarsvandamálin aukast verulega með aldrinum.

„Sjaldgæft er að slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn klári starfsævina í vaktavinnu,“ bendir Magnús á og segir að málin séu gjarnan leyst með starfslokasamningum eða með því að færa fólk í starfi, en sumir þurfa hins vegar bara að hætta af heilsufarslegum ástæðum.

Magnús vill að lífeyristökualdur slökkviliðsmanna verði sá sami og í Noregi og Danmörku og spyr hvar niðurstöður starfshóps um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf en þær áttu að berast fyrir árslok 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri