fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ferðamenn tóku myndir inn um glugga: „Það var orðinn nettur pirringur“ – Setja reglur fyrir túrista

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. maí 2019 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er pínulítill bær og það er rosalega mikil ferðmannaumferð hér,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri á Seyðisfirði, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Í frétt blaðsins kemur fram að Seyðisfjörður hafi nú sett leiðbeinandi reglur til þeirra erlendu ferðamanna skemmtiferðaskipa sem heimsækja bæinn. Er Seyðisfjörður fyrsta bæjarfélagið hér á landi til að setja slíkar reglur.

Hátt í 70 skemmtiferðaskip munu koma til Seyðisfjarðar í sumar – býsna mikið sé litið til þess að Seyðisfjörður er ekki ýkja stór. Aðalheiður segir að hópur fólks hafi byrjað að ræða þetta fyrir tveimur árum og það hafi ekki komið til af góðu.

„Það var orðinn nettur pirringur því fólk er að taka myndir inn um glugga hjá fólki,“ segir Aðalheiður og bætir við að fólk hafi jafnvel verið að fara inn í garða.

Í reglunum er meðal annars kveðið á um að börn séu ekki mynduð án leyfis frá foreldrum. Þá eru ferðamenn hvattir til að ganga vel um og skilja ekki eftir rusl á víðavangi. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að reglurnar séu unnar í samvinnu við AECO, samtök leiðsöguskipafyrirtækja á norðurslóðum. Verkefnið er nýfarið af stað en fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Seyðisfjarðar á miðvikudag í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Í gær

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu