fbpx
Mánudagur 20.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Ragnheiður varð fyrir ógnvekjandi lífsreynslu í morgun: „Þetta var hræðilegt, ég nötra ennþá“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Friðriksdóttir, íbúi í Borgarhverfinu í Grafarvogi, fékk áfall í morgun þegar óprúttinn aðili reyndi að brjótast inn hjá henni. Hún bendir öðrum íbúum að vera á varðbergi. Hún vakti athygli á atvikinu á íbúahópi á Facebook.

„Ég stóð inni í svefnherberginu og var að brjóta saman þvott og ganga frá þegar ég heyri að það er kippt í hurðarhúninn og reynt að opna. Ég heyri svo að húnninn dettur í jörðina úti og hleyp að dyrunum en sé engan og hleyp þá út í eldhúsglugga og sé svartklædda manneskju, með svarta húfu og dökkt sítt hár undan húfunni hlaupa í burtu, ég sá því miður ekki framan í manneskjuna.“

Sem betur fer var útidyrahurðin læst, en svo virðist sem að þrjóturinn hafi ekki ætlað að láta það stöðva sig og eitthvað átt við hurðarhúninn sem losnaði af og féll til jarðar. Í samtali við blaðamann segir Ragnheiður að hurðarhúnninn hafi ekki verið laus.

„Þetta var hræðilegt, ég nötra ennþá. Það leið alveg dágóður hálftími áður en ég gat hringt í lögguna og tilkynnt þetta þar sem ég nötraði og stóð varla í lappirnar.“

Ragnheiður telur að þrjóturinn sé kvenmaður og hún er ekki eini íbúinn í Grafarvogi eða Grafarholti sem hefur lent í þessu nýlega. Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sagði frá því í samtali við Vísi í gær að hún hafi komið að innbrotsþjófi inni á heimili sínu.

„Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður,“ sagði Hjördís.  Hún sagði að stelpan hafi greinilega verið undir áhrifum vímuefna og veitti hún enga mótspyrnu þegar Hjördís stöðvaði hana. „Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. […] Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“

Ragnheiður er enn í áfalli eftir uppákomuna í morgun og vill biðla til almennings að hafa varann á. Hún var heima við og hurðin læst en það virtist ekki ætla að stöðva þrjótinn sem forðaði sér ekki fyrr en honum varð ljóst að Ragnheiður hefði orðið vör við hann.

„Ég vil biðja ykkur um að vera á vakandi fyrir þessu og tilkynna strax til lögreglunnar ef þið verðið vör um innbrot hjá ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu

Douglas Murray til Íslands – Bók og fyrirlestur – Segir evrópska menningu í hættu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Líf borgarfulltrúi týndi páfagauk – „Ég er að farast úr samviskubiti“

Líf borgarfulltrúi týndi páfagauk – „Ég er að farast úr samviskubiti“
Fréttir
Í gær

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV

Lilja Katrín nýr ritstjóri DV
Fréttir
Í gær

Ókunnugur maður áreitti hana og elti í vinnuna

Ókunnugur maður áreitti hana og elti í vinnuna
Fréttir
Í gær

Undirskriftasöfnun gegn Hatara hafin – „Við samþykkjum ekki gyðingaandúð í okkar landi“

Undirskriftasöfnun gegn Hatara hafin – „Við samþykkjum ekki gyðingaandúð í okkar landi“