fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Ragnheiður varð fyrir ógnvekjandi lífsreynslu í morgun: „Þetta var hræðilegt, ég nötra ennþá“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Friðriksdóttir, íbúi í Borgarhverfinu í Grafarvogi, fékk áfall í morgun þegar óprúttinn aðili reyndi að brjótast inn hjá henni. Hún bendir öðrum íbúum að vera á varðbergi. Hún vakti athygli á atvikinu á íbúahópi á Facebook.

„Ég stóð inni í svefnherberginu og var að brjóta saman þvott og ganga frá þegar ég heyri að það er kippt í hurðarhúninn og reynt að opna. Ég heyri svo að húnninn dettur í jörðina úti og hleyp að dyrunum en sé engan og hleyp þá út í eldhúsglugga og sé svartklædda manneskju, með svarta húfu og dökkt sítt hár undan húfunni hlaupa í burtu, ég sá því miður ekki framan í manneskjuna.“

Sem betur fer var útidyrahurðin læst, en svo virðist sem að þrjóturinn hafi ekki ætlað að láta það stöðva sig og eitthvað átt við hurðarhúninn sem losnaði af og féll til jarðar. Í samtali við blaðamann segir Ragnheiður að hurðarhúnninn hafi ekki verið laus.

„Þetta var hræðilegt, ég nötra ennþá. Það leið alveg dágóður hálftími áður en ég gat hringt í lögguna og tilkynnt þetta þar sem ég nötraði og stóð varla í lappirnar.“

Ragnheiður telur að þrjóturinn sé kvenmaður og hún er ekki eini íbúinn í Grafarvogi eða Grafarholti sem hefur lent í þessu nýlega. Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sagði frá því í samtali við Vísi í gær að hún hafi komið að innbrotsþjófi inni á heimili sínu.

„Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður,“ sagði Hjördís.  Hún sagði að stelpan hafi greinilega verið undir áhrifum vímuefna og veitti hún enga mótspyrnu þegar Hjördís stöðvaði hana. „Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. […] Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“

Ragnheiður er enn í áfalli eftir uppákomuna í morgun og vill biðla til almennings að hafa varann á. Hún var heima við og hurðin læst en það virtist ekki ætla að stöðva þrjótinn sem forðaði sér ekki fyrr en honum varð ljóst að Ragnheiður hefði orðið vör við hann.

„Ég vil biðja ykkur um að vera á vakandi fyrir þessu og tilkynna strax til lögreglunnar ef þið verðið vör um innbrot hjá ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Í gær

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu