fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kærasti Noregsprinsessu kom til Íslands í boði Þórdísar og ræddi við Sölva: „Seiðskrattinn er svikahrappur og skíthæll“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2019 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Lovísa Noregsprinsessa kynnti á Instagram-síðu sinni um helgina nýjan kærasta, Shaman Durek. Hann kom til Íslands árið 2016 í boði Tveggja heima, miðstöð Qi-gong og Tai-chi á Íslandi, sem Þórdís Filipsdóttir rekur. Sölvi Tryggvason stýrði svo fundinum á Kex Hostel og má sjá upptöku af fundinum hér. Heimsóknin þótti nokkuð umdeild og skrifaði Vantrú talsvert um Durek.

Samtökin deila á Facebook umfjöllun um Durek frá því fyrir þremur árum og er óhætt að segja að þar séu stóru orðin ekki spöruð: „Niðurstaða okkar var afdráttarlaus; „Við stöndum við orð okkar um að seiðskrattinn Durek Varrett sé svikahrappur og skíthæll.“

Sú umfjöllun er nokkuð löng og ítarleg en þar hjóla samtökin í Durek. „Hvað gerði Durek áður en hann ákvað að gerast seiðskratti og svikahrappur? Hann var leikari og módel. Líklegast er að sá ferill hafi farið í vaskinn og í dag sé eina hlutverk hans að sannfæra fólk um að hann geti ákallað og talað við andaverur,” segir í umfjöllun Vantrúar.

Durek gagnrýndi sjálfur að Vantrú skyldi kalla hann svikahrapp. Því svarar Vantrú: „Í áðurnefndum umræðum reyndi Durek Varrett að beina umræðunni að því að Vantrú kallaði hann “svikahrapp og skíthæl”. Hann taldi þetta sérstaklega vítavert þar sem við þekktum ekki neitt til hans eða verka hans. Það er eflaust hægt að kalla mann sem rukkar fársjúka krabbameinssjúklinga og fólk með hvítblæði töluverðar upphæðir með loforðum að hann gæti læknað þá, án þess að gera það, einhverjum öðrum nöfnum, svo sem kuklara, svindlara, loddara og lygara. Jafnvel glæpamann.“

Durek hélt því fram að starf hans snérist ekki um peninga og hann væri einungis að aðstoða almenning. „Engu að síður er hægt að finna myndband á Youtube-síðu hans þar sem hann kallar sig Urban Shaman. Þar stærir hann sig af flottum BMW-jeppa, Louis Vuitton hundatösku og einbýlishúsi með sundlaug. Allt þetta kostar gríðarlega peninga, peninga sem hann er að fá frá veiku fólki um allan heim með því að ljúga að því. Nema hann eigi ekkert af þessu sjálfur og sé bara að þykjast vera ríkur, eins og hann þykist vera seiðkarl. Munum að hann er leikari,“ segir í umfjöllun Vantrúar.

Vantrú fjallar svo um atvik sem átti sér stað á Kex Hostel þegar Durek fékk spurning úr sal. „Í spurningu úr sal spurði ungur maður hvað hann ætti að gera við þrálátum bakverk. Durek fór strax að tala við anda og segja spyrjandanum alls konar vitleysu sem hann ætti að gera til að laga bakið. Eftir kvöldið kom ungi maðurinn að Brynjari [fulltrúa Vantrúar á fundinum, innsk.blm] og sagði að það væri ekkert að bakinu á honum, hann hefði bara verið að athuga hæfileika Dureks. Af hverju sögðu andarnir Durek það ekki strax? Kannski af því að hann er loddari,“ segir í umfjöllun Vantrú, sem má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“

Hallgrímur vill veita öllum hælisleitendum dvalarleyfi strax í dag – „Er til nokkuð betra svar við fasismanum sem nú rís?“
Fréttir
Í gær

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist

Heiða taldi sig hafa nappað barnaníðing við Drekavog – Ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Í gær

Úr boltanum í Biskupsstofu

Úr boltanum í Biskupsstofu
Fréttir
Í gær

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?

Hringbraut stendur við frétt sína um gjafamiða á Secret Solstice og birtir upptöku – Hvers vegna þurfti borgarstjóri þrjá miða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum

Vilja láta stórskulduga sitja sektir af sér – Sáralítið innheimtist af hæstu sektunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu