fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Inga fordæmir RÚV: „Með ísmeygilegu myndmáli var augljóslega gefið til kynna að ég væri sek“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2019 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, gagnrýnir RÚV harðlega í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Hún segir að RÚV hafi ekki sýnt hlutleysi í umfjöllun um fóstureyðingafrumvarp heilbrigðisráðherra. „Ríkisútvarpið sem á að vera vettvangur skoðanaskipta og umræðu í samfélagi okkar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að fjalla um nýtt fóstureyðingafrumvarp heilbrigðisráðherra. Nánast engin samfélagsumræðu hefur farið fram um þetta mál þó ljóst sé að það er bæði viðkvæmt og afar umdeilt,“ segir Inga í yfirlýsingu.

Hún segir að í kvöldfréttum í gær hafi verið reynt að búa til réttlætingu fyrir frumvarpinu. „Í kvöldfréttum gærdagsins, kvöldið áður en lokaatkvæðagreiðsla í þessu erfiða og viðkvæma máli fer fram á þingi, kaus fréttastofa Ríkisútvarpsins að senda út sjónvarpsviðtal við móður barns sem hafði séð sig tilneydda til að fara í fóstureyðingu. Þarna kaus fréttastofan að fjalla um jaðartilfelli harms og sársauka í því skyni að búa til réttlætingu fyrir því að skilyrðislaust verði heimilt að eyða fóstrum allt til fram að 23. viku meðgöngu,“ segir Inga.

Hún segir að RÚV hafi ekki fjallað um fréttatilkynningu sem hún sendi til fjölmiðla í síðustu viku. „Fréttastofan hefur aldrei á neinum tímapunkti reynt að varpa ljósi á önnur tilfelli ljóss og gleði þar sem fyrirburar hafa lifað og vaxið upp sem heilbrigð börn. Í síðustu viku sendi ég fyrir hvatningu og með samþykki foreldra öllum fjölmiðlum eitt slíkt dæmi með ljósmyndum. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sá enga ástæðu til að fjalla um það,“ segir Inga.

Hún segir að lokum að hún fordæmi vinnubrögð RÚV. „Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur ekki gefið mér kost á neinu tækifæri til að svara fyrir þá ásökun sem kom fram í ofangreindu sjónvarpsviðtali í gærkvöldi, að konan hefði verið kölluð morðingi. Í þessari frétt var hins vegar með ísmeygilegu myndmáli augljóslega gefið til kynna að ég væri sek um að hafa látið slík orð falla. Það hef ég aldrei gert. Með þessari yfirlýsingu fordæmi ég vinnubrögð fréttastofu Ríkisútvarpsins,“ segir Inga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aflskortur í aðsigi

Aflskortur í aðsigi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til ketóklikkhausanna: „Megið þið kafna á eigin kolvetna vandlætingu“

Til ketóklikkhausanna: „Megið þið kafna á eigin kolvetna vandlætingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnin okkar eru komin á Tinder – Auglýst eftir börnum allt niður í níu ára

Börnin okkar eru komin á Tinder – Auglýst eftir börnum allt niður í níu ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kanadísk fjölskylda ætlar í mál við Sjóvá – „Við erum eyðilögð“

Kanadísk fjölskylda ætlar í mál við Sjóvá – „Við erum eyðilögð“