fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Braut gegn frænku sinni: „Það bara hvarf eitthvað svona, gleði … og kom ekkert aftur“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

23 ára karlmaður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnungri frænku sinni.

Manninum var gert að sök að hafa kysst frænku sína tungukossum, snert brjóst hennar utan klæða og látið  hana snerta getnaðarlim sinn og fróa sér.

Maðurinn og frænka hans, sem var samkvæmt dómi fjarskyld honum, höfðu átt í samskiptum um árabil í gegnum samfélagsmiðla en ekki augliti til auglitis í neinum mæli. Á þessum tíma var hún 14 ára gömul en frændi hennar 17 ára.  Það gerðist svo þetta umrædda kvöld árið 2013 að stúlkan hafði samband við frænda sinn og bað hann að kaupa fyrir sig sígarettur, þar sem hún hafði ekki aldur til þess.

„Liggur fyrir að ákærði varð við þessari bón brotaþola og að þau hafi í framhaldi af því ákveðið að hittast skömmu eftir miðnætti og þá þannig að foreldrar brotaþola yrðu ekki varir við það þegar hún færi af heimilinu. Gekk þetta allt eftir.“

Í kjölfarið fóru þau á rúntinn. Þau lögðu bílnum í tvígang til að fá sér sígarettu en greinir á um  hvað hafi átt sér þá stað. Samkvæmt sögn mannsins voru atlotin gagnkvæm og að hennar frumkvæði.

„Hún byrjar að kyssa mig og.. við förum að vísu út á milli og hérna reykjum eina sígarettu… síðan förum við aftur inn í bíl…  síðan heldur það aðeins áfram og verður síðan svona smá káf og eitthvað svoleiðis.. ég byrja svona aðeins að káfa á henni… það er brjóstin.. en ég man ekki alveg eftir því hvort ég hafi farið inn fyrir brjóstahaldarann eða eitthvað… síðan setur hún hendina í klofið á mér… utan klæða… og er þar í smá stund og síðan hneppi ég frá… buxunum …. og girði smá niður um mig og læt hana… eða sem sagt tek í rauninni í hendina á henni og set hana á typpið á mér… læt ég hana snerta á mér typpið… hún í rauninni er bara kjurr þar sko.. við höldum áfram að kyssast þarna eitthvað og síðan hættum við því…“

Stúlkan kvaðst ekki hafa átt frumkvæði af tungukossum. Það hefði hann gert og hún leyft því að gerast en þó reynt að stöðva háttsemina með því að stoppa ítrekað til að reykja.

„Bara, þú veist ég hafði enga löngun til þess að vera að gera eitthvað með frænda mínum sko.“

Hefði hún reykt það mikið að pakkinn hefði nánast klárast þarna um nóttina. Hún hefði svo þóst vera sofandi í von um að hann myndi láta hana vera.

„Hann tók í höndina á mér … og færði hana að sér … hann fer ekki beinlínis úr, bara girti niður um sig … ég man það ekki alveg, en hann fór ekki alveg úr öllu

[…] Hann bara notaði hendina mína og setti hendina sína yfir mína … mér fannst þetta náttúrulega vera heil eilífð … ég veit það ekki alveg … korter, hálftími eða eitthvað.“

Stúlkan tilkynnti ekki um brotið fyrr en löngu síðar. Beðin um að skýra hvers vegna hún hefði beðið svo lengi segir um svar hennar í dómi:

„Skýrði hún þessa þögn sína á þá leið að hún hafi bara ekki fengið það af sér, auk þess sem hún hefði á þeirri stundu kennt sjálfri sér um, en einnig sökum þess að hún hafi ekki viljað skemma fyrir fjölskyldu sinni.

Eftir atvikið upplifði hún mikla vanlíðan og glímdi við sjálfsvígshugsanir. Hún hringdi í vinkonu sína þegar ákærði hafði keyrt hana heim og greindi henni frá því sem gerðist. Vinkonan bar vitni fyrir dómi og lýsti líðan þolanda eftir brotið svo:

„það var alveg klárt mál, þetta hafði alveg áhrif á hana, það gerðist eitthvað sko … Það bara hvarf eitthvað svona, gleði … og kom ekkert aftur. Ég var náttúrulega búin að þekkja hana þarna í eitt ár og svo kynntist ég nýrri manneskju allt í einu, get ég alveg sagt.“

„Það var ekkert skemmtilegt í augunum hennar lengur, hún var rosalega tóm … rosalega þunglynd og kvíðinn og átti greinilega bara rosalega erfitt með lífið … ekki áður, ég hafði ekki kynnst því áður sko, ég get ekki sagt það.“

Dómari taldi það alveg ljóst að ákærði hafi vitað um aldur stúlkunnar, enda höfðu þau átt í miklum samskiptum og voru þar af leiðandi skyldmenni.

„Aldursmörk 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síðari breytingum, sbr. breytingarlög Alþingis nr. 61/2007, eru fortakslaus. Ákærði hefur borið við alla meðferð málsins, að sér hafi verið ljóst er atvik gerðust að til staðar væri réttarregla sem bannaði kynferðislegt samneyti við barn, og að aldursmörkin miðuðust 15 ára aldur.“

Hann var því sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni, en þar sem hann var barn sjálfur þegar brotið átti sér stað og vegna þess hversu langt var um liðið þótti dómara rétt að skilorðsbinda sjö mánaða fangelsisdóminn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði