fbpx
Mánudagur 15.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Andri, Unnsteinn og María fordæma Viðskiptablaðið: „Þetta er svo yfirmáta plebbalegt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga fordæmdir á Twitter nafnalausan pistil sem birtist í Viðskiptablaðinu á dögunum. Í pistlinum er Greta Thunberg, 16 ára sænsk stúlka sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum mánuðum fyrir baráttu í loftslagsmálum, gagnrýnd og að hún sé einhverf gert að umtalsefni.

Meðal þeirra sem gagnrýna þetta er María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Hún segir pistil Viðskiptablaðsins mjög ósmekklegan. „Ósmekklegt. Og að blanda einhverfu í þetta er út í hött. Ég á einn slíkan og ég sver það að ef að allir væru eins og hann og Greta – væri heimurinn betri staður. Og já umhverfismál snúast ekki um vinstri-hægri pólitík. Heldur eitthvað sem við öll eigum að láta okkur varða,“ segir María Rut.

Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, merkir sérstaklega Viðskiptablaðið og spyr hvort blaðið sé að grínast. Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson gagnrýnir þessi skrif enn fremur og segir þau hallærisleg. „Jesús hvað Viðskiptablaðið er hallærislegt. Ríkjandi hópur í samfélaginu, sem lætur eins og það sé pláss fyrir vinstri-hægri gjá í loftslagsmálum. En þó þessi hópur sé valdamikill, þá er hann líka lítill og einsleitur, sem verður honum að falli,“ segir Unnsteinn.

Ýmsir taka undir með Unnsteini í athugasemdum og þar meðal er Helgi Seljan Jóhannsson fjölmiðlamaður. „Myndatextinn: „GT er stúlka frá Svíþjóð“. Þetta er svo yfirmáta plebbalegt að nefna ætti smáborgarana á Hamborgarafabrikkunni í höfuðið á höfundinum,“ skrifar Helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi

Yfirheyrslan: Karítas Harpa telur samskipti Tomma og Jenna byggð á misskilningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aflskortur í aðsigi

Aflskortur í aðsigi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viltu komast upp með kynferðisbrot?

Viltu komast upp með kynferðisbrot?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnin okkar eru komin á Tinder – Auglýst eftir börnum allt niður í níu ára

Börnin okkar eru komin á Tinder – Auglýst eftir börnum allt niður í níu ára
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svæsið klám í Bláa lóninu – Myndband úr búningsklefa á stærstu klámsíðu heims

Svæsið klám í Bláa lóninu – Myndband úr búningsklefa á stærstu klámsíðu heims