fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Jón Gnarr: „Við þurfum ekki læknismeðferðir eða meðul því við höfum bænina“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. maí 2019 15:00

Jón Gnarr er smekkmaður, eða hvað?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr blandar sér með nokkuð sérstökum hætti inn í deilur um þungunarrof en nú er hart tekist á um frumvarp til Alþingis þar sem gert er ráð fyrir þungunarrofi til allt að 22. viku meðgöngu. Sérfræðingar úr stéttum heilbrigðisstarfsmanna styðja frumvarpið. Biskup Íslands hefur hins vegar lagst gegn frumvarpinu og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, berst hatrammlega gegn því.

Jón Gnarr segir í nýjum pistli að læknismeðferðir séu óþarfar því við höfum bænina og ráðleggingar álfa. Jón er augljóslega að hæðast að sumum þeim sem lagst hafa gegn frumvarpinu:

Læknar þykjast vita alla skapaða hluti bara vegna þess að þau hafa svo mikla menntun og reynslu og styðjast við vísindi. Bæði Biskup Íslands, Inga Sæland og ALLIR sérstrúarsöfnuðir landsins hafa talað gegn þessu enda stríðir þetta gegn ÖLLU því sem bæði guðir og álfar hafa ráðlagt okkur að gera. Við eigum að hlusta meira á þetta fólk. Við getum hlustað á lækna og þeirra tal en svo segjum við þeim kurteislega að við viljum ekki þiggja þeirra ráð, því við trúum ekki á þessa svokölluðu „læknisfræði“ þeirra. Guð er góður og skapaði íslendinga sem heilbrigt fólk og Hann hefur velþóknun á okkur. Við þurfum ekki læknismeðferðir eða meðul því við höfum bænina

Jón ritar enn fremur annan pistil þar sem hann gagnrýnir sérstaklega viðhorf biskups Íslands í málinu. Hann bendir á að frumvarpið sé stutt skýrum rökum þar sem mannvirðing og réttlæti séu höfð að leiðarljósi:

Þetta frumvarp er tilkomið að áeggjan okkar helstu sérfræðinga, lækna og vísindafólks og stutt skýrum rökum þar sem mannvirðing og jafnrétti eru höfð að leiðarljósi. Biskup Íslands, einsog allir þeir sem vilja ná eyrum Þjóðarinnar, skrifar grein í Morgunblaðið því hún veit að Þjóðin lætur það blað ekki framhjá sér fara. Ég gat ekki lesið greinina þar sem ég er einn fárra sem ekki er með með áskrift. En ég komst yfir þetta skjáskot á Twitter og gat lesið. Biskup er að segja að hún telji að ef við hlustum á okkar fremstu sérfræðinga, sem hafa mesta menntun og reynslu á þessu sviði, en ekki á hana og hennar fornaldarlegu kreddur, þá séum við „sem samfélag að villast af leið.“

Ég er einn þeirra sem er algjörlega ósammála biskupi og öðrum sem hafa upphaft svipaða orðræðu. Mér finnst eiginlega þveröfugt. Ég kýs að líta á svona skrif sem auglýsingu fyrir Siðrænan húmanisma og hvatningu fyrir fólk að gúggla það og lesa sér örlítið til og taka svo skýra afstöðu gegn svona úreltri fornaldarhugsun með því að fara á vef Þjóðskrár og mótmæla með því að láta verða af því að skrá sig úr Þjóðkirkjunni en ganga frekar til liðs við Siðmennt – Félag siðrænna húmanista á Íslandi ekki síst til að fyrirbyggja að við, sem vitrænt samfélag, villumst ekki af leið og förum að taka ákvarðanir, sem varða okkar dýrmæta og einstaka líf, byggðar á einhverjum úreltum kennisetningum, sem ganga í berhögg við heilbrigða skynsemi, ráðleggingar sérfræðinga og það sem telst vísindalega sannað.

Virðingarfyllst

Jón Gnarr 
Húmanisti og stoltur meðlimur í Siðmennt

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri Eflingar hæðist að Hatara: Hver ætlar að heimsækja þá í fangelsið?

Framkvæmdastjóri Eflingar hæðist að Hatara: Hver ætlar að heimsækja þá í fangelsið?
Fréttir
Í gær

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur

Uppátæki Hatara kom Gísla Marteini ekki á óvart – Óttaðist verri uppákomur
Fréttir
Í gær

Simmi ósáttur við Hatara

Simmi ósáttur við Hatara
Fréttir
Í gær

Lá í götunni á Mosfellsheiði

Lá í götunni á Mosfellsheiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir frá kynferðisofbeldi og heiðursmorðum í Palestínu

Segir frá kynferðisofbeldi og heiðursmorðum í Palestínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“

Þór kjörinn formaður Landsbjargar – „Félagsskapur sem getur flutt fjöll“