fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Hera hleypur til stuðnings Foreldrahúsi – Lyfseðilsskyld lyf seld í grunnskólum – Foreldrahús gæti lent á götunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. maí 2019 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur verið rosaleg aðsókn hjá okkur síðasta árið og þörfin er gífurlega mikil. Ástandið er öðruvísi en 1986 þegar unglingadrykkja var mikið í deiglunni. Núna flæðir allt í efnum og því miður er áfengið líka koma að sterkt inn aftur. Maður er farinn að heyra sögur af landadrykkju á ný, nokkuð sem maður hélt að þekktist ekki lengur. Meðal nýrra ógna eru lyfseðilsskyld lyf en dæmi er um að þau séu seld í grunnsólum,“ segir Berglind Gunnarsdóttur hjá Foreldrahúsi – Vímulaus æska, en samtökin eru orðin 33 ára.

„Helsta hlutverk samtakanna hefur frá upphafi verið að veita foreldrum barna í neyslu stuðning og hjálp. Á síðustu árum hefur áherslan verið á snemmtæka íhlutun, það er gripið inn í á fyrstu stigum, þegar grunur vaknar hjá foreldrum eða þeir komast að því að barnið er byrjað í neyslu. Við beitum göngudeildarúrræðum og okkur hefur tekist að snúa þróuninni við þannig að foreldrar hafa fengið lausn sinna mála hjá okkur. Við höfum líka sinn sjálfsstyrkingu barna sem er grunnurinn að því að styrkja sjálfsmyndina og verða sterkari einstaklingur,“ segir Berglind enn fremur.

Samtökin hafa einnig sinnt námskeiðahaldi í grunnskólum um allt land. „Merkilegasti þátturinn í starfsemi okkar er líklega Foreldrasíminn 5811 799 sem var tekinn í notkun árið 1986 og það hefur aldrei verið slökkt á honum síðan. Þarna koma upp neyðarmál og við styðjum foreldra í gegnum erfiðleika. Síminn er opinn allan sólarhringinn,“ segir Berglind.

Hera Björk reimar á sig hlaupaskóna

Við erum komin í neyðarstöðu og í raun er neyðarsöfnun, sem á að standa lengi, farin af stað,“ segir Berglind en Foreldrahús mun missa leiguhúsnæði sitt á Suðurlandsbraut á næstu mánuðum. Markmiðið er að safna fyrir húsnæði til kaups enda segir Berglind að samtökin hafi fengið sig fullsödd af leigumarkaðnum eftir 33 ár.

Meðal fjáröflunarverkefna er stofnun hlaupahóps fyrir Reykjavíkurmaraþon þar sem hlauparar safna áheitum. Leitað var til söngkonunnar vinsælu Heru Bjarkar Þórhallsdóttur sem sló til og ætlar að hlaupa 10 km til styrktar Foreldrahúsi.

DV náði sambandi við Heru þar sem hún var að sóla sig á strönd í Ísrael en hún hefur tekið að sér raddþjálfun fyrir Hatara-hópinn sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í næstu viku.

„Þegar Berglind hafði samband við mig og bar þetta undir mig fannst mér þetta strax frábær hugmynd og frábært málefni. Ég hef fylgst með starfseminni þau rúmlega 30 ár sem hún hefur verið í gangi og oft var þörf nú er nauðsyn. Vandinn hefur breyst, held ég, og færst lengra niður í undirheimana. Við sjáum kannski minni unglingadrykkju en það eru komin önnur efni í staðinn sem eru þeim mun hættulegri,“ segir Hera.

Ekki mikill hlaupari en mikill hraðlabbari

Hera Björk viðurkennir að hún sé ekki mikill hlaupari en hún hlakkar mikið til að takast á við 10 km áskorunina. „Ég er kannski ekki mikill hlaupari en ég er mikill labbari, meira að segja hraðhlabbari,“ segir hún og hlær. „Ég hljóp þetta síðast árið 2008 og lifi bara á fornri frægð. Tel að ég þurfi bara að kveikja á vélinni og svo hleypur hún bara.“ Hera hlær aftur og dregur síðan aðeins í land:

„Núna er ég búin að setja appið í símann og næstu vikur og mánuði er ég að fara að láta einhverja konu leiða mig í gegnum rútínu, ég þarf víst líklega að smyrja vélina dálítið áður en ég skelli þessu í gang.“

Hera segist ekki hafa nein markmið um hlaupatíma. „Markmiðið er ekkert, ég er bara að keppa við hausinn á mér og raddirnar sem segja manni að slappa af og setjast. Þessi barátta við að virkja viljastyrkinn. Ég hlakka mikið til að upplifa aftur stemninguna frá hlaupinu fyrir 11 árum, þá hljóp ég bara fyrir sjálfa mig. Núna verður virkilega gaman að vera í þessum hópi og hlaupa fyrir gott málefni.“

Styrktarreikningur Foreldrahúss er: 0101-26-007468

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik