fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Mohsen hælisleitandi virðist vera bakari frá Danmörku: Danir ætluðu að senda hann til Ítalíu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 21:00

Ljósmynd: Sara G. Amo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranskur maður að nafni Mohsen Parnian, tæplega fimmtugur, hefur vakið athygli hér á landi fyrir sjálfsvígstilraunir en maðurinn er hælisleitandi. Hann reyndi að svipta sig lífi á skrifstofu Rauða krossins og í febrúar hékk hann utan á göngubrú yfir Miklubraut. Ef Moshen Parnian á ekki bæði tvífara og alnafna í Danmörku, þá rak hann fyrir skemmstu ásamt syni sínum bakaríi í bænum Tingberg. Sonurinn heitir Ali Parnian. Feðgarnir voru viðfang samúðarbylgju sem fór um Danmörku í fyrra er þeir lendu í hörðum átökum við ofbeldismenn inni bakaríinu, þar sem þeir að sögn, neituðu að borga glæpasamtökum verndartoll.

Í frétt DV um þetta mál í fyrra segir:

„Um fátt hefur meira ritað eða rætt undanfarna daga í Danmörku en bakarísmálið í Tingbjerg í Kaupmannahöfn en hverfið er á lista stjórnvalda yfir svokölluð gettó í Danmörku. Gettóstimpillinn er byggður á nokkrum forsendum sem stjórnvöld hafa ákveðið að liggi til grundvallar honum. Þar á meðal er hlutfall atvinnulausra, hlutfall innflytjenda í hverfinu, glæpatíðni og tekjum íbúa. Stóra bakarísmálið komst í kastljós umræðunnar á laugardaginn þegar fjölmiðlar skýrðu frá því að fimm grímuklæddir menn, vopnaðir kylfum og járnrörum, hefðu ráðist inn í bakarí í Tingbjerg og lagt allt í rúst. Þetta gerðist að degi til þegar margir viðskiptavinir voru í bakaríinu sem er einnig einhverskonar kaffihús.“

Eigandi bakarísins er Ali Parnian 19 ára innflytjandi frá Íran. Hann hefur búið í Danmörku í tvö ár. Parnian kom fram í fréttum stóru sjónvarpsstöðvanna og sagði að skemmdarverkið mætti rekja til þess að hann hefði neitað að greiða svokallað „verndargjald“. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk voru unnin á bakaríinu því nokkrum dögum áður höfðu allar rúðurnar verið brotnar að næturlagi og flugeldum hafði verið kasta inn í það.“

Í greininni er greint frá söfnun sem ráðist varí  til að bæta bakaríseigandanum tjónið en síðan vöknuðu efasemdir um árásina og hún talin vera sviðsett. Myndband úr öryggismyndavélum er af átökunum er til á Youtube og birtist hér fyrir neðan fréttina.

Skoðum betur frétt DV um málið í fyrra:

„En í gær tók málið nýja stefnu og óhætt er að segja að samúðin sem Parnian hafði fengið hjá dönsku þjóðinni hafi gufað hratt upp, hraðar en vatn. Danska ríkisútvarpið (DR) flutti þá fréttir af því að ástæða skemmdarverkanna væri líklega allt önnur en hin meinta krafa um „verndargjald“. DR sagðist hafa heimildir fyrir að Parnian og faðir hans, Mohsen Parnian, hafi átt í deilum við aðra og hafi þessar deilur ekki snúist um „verndargjald“.

Talsmaður lögreglunnar í Kaupmannahöfn sagði í samtali við DR í gær að lögreglan væri að vinna að rannsókninni af miklum þunga en ýmislegt bendi til að sú mynd sem var dregin upp af málinu í upphafi væri rammskökk og lögreglan héldi öllum möguleikum opnum. Hann vildi ekki skýra þetta nánar.

Mohsen Parnian vísaði því á bug að aðrar deilur kæmu við sögu í þessu máli og sagði við DR að málið snerist einfaldlega um að sonur hans hafi ekki viljað greiða „verndargjald“ og því hafi skemmdarverk verið unnin á bakarí hans.

Aðrir verslunareigendur í Tingbjerg hafa frá upphafi furðað sig á málinu og spyrja af hverju bakarí Parnian er eina fyrirtækið sem hefur verið krafið um „verndargjald“? Þessir fyrirtækjaeigendur segjast aldrei hafa verið krafðir um slíkt.“

Rekinn úr landi

Enn fremur kemur fram að Ali Parnian hefur verið dæmdur fyrir íkveikju og bílþjófnað.

Í fréttum danskra fjölmiðla af meintum afbrotum feðganna ber mun meira á frásögnum af afbrotum sonarins. Hins vegar kemur einnig fram að fyrir um ári síðan var Mohsen Parnian rekinn frá Danmörku og úrskurðað að hann skyldi fara til Ítalíu þaðan sem hann kom til landsins. Í mars á síðasta ári ákvað danska útlendingastofnunin ákvað að vísa Mohsen úr landi og til Ítalíu enda væri hann með dvalarleyfi þar og hefði haft frá 2013. Honum var jafnframt bannað að koma til Danmerkur næstu tvö árin.

Hér verður enginn dómur lagður á réttmæti hælisleitar Mohesen Parnian á Íslandi né lítið gert úr þjáningum hans sem leitt hafa til sjálfsvígstilrauna – en síðast fréttist það af honum að hann væri í hungurverkfalli til að mótmæla brottvísun héðan úr landi. Hins vegar virðist svo vera að hann hafi ásamt syni sínum þar til fyrir skemmstu átt bakarí í Danmörku, sem og að honum hafði verið gert að yfirgefa Danmörku og skyldi sendast til Ítalíu. Óvíst er hvort sonurinn er einnig staddur hér á landi en ekki náðist í Mohsen við vinnslu fréttarinnar.

Frétt í dönskum miðli um Parnian feðgana

Önnur frétt um bakara-feðgana

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“