fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Hvað varð um Evu Bryndísi? – Eitt dularfyllst hvarf Íslands

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2019 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina verða liðin 32 ár síðan Eva Bryndís Karlsdóttir hvarf sporlaust í Vestmannaeyjum. Hvarf hennar hlýtur að teljast meðal þeirra mannshvarfa sem minnst hefur verið fjallað um. Bjarki Hall, tónlistarmaður og gröfumaður hjá Ístak, hefur sökkt sér ofan í rannsóknarvinnu í tengslum við óupplýst íslensk mannshvörf.

Hann segir að eitt af því sem hafi vakið athygli hans er hve fá dæmi séu um að konur hafi horfið á Íslandi. Um þetta fjallar hann á Facebook-síðu sinni, Íslensk mannshvörf. „Við upplýsingaröflun varðandi Íslensk mannshvörf hefur komið í ljós að talsverður kynjahalli er varðandi þau. Í flestum fréttamiðlum sem stuðst hefur verið við er talað um að tvær konur hafi horfið á þeim tíma sem til umfjöllunar er og sumstaðar er talað um að aðeins ein kona hafi horfið. Það er kannski til marks um hvað upplýsingaflæði til fjölmiðla varðandi óupplýst mannshvörf hefur oft á tíðum verið bágborið. Við nánari skoðun hefur þó komið i ljós að allavega fimm konur hafa horfið. Fimm á Íslandi og tvær erlendis. Ein af þessum fjórum sem hvarf hérlendis hvarf í Vestmannaeyjum,“ skrifar Bjarki.

Hann segist raunar lítið hafa fundið um dularfulla mannshvarfið í Vestmannaeyjum. „Eva Bryndís Karlsdóttir, hótelstjóri í Vestmannaeyjum, var fædd 12. maí 1935. Hún var dóttir Karls Kristjánssonar og Stefaníu M Jónsdóttur. Eva Bryndís var gift Páli Helgasyni, ferðamálafrömuð í Vestmannaeyjum,“ skrifar Bjarki.

Sumt er þó vitað um hvarf Evu Bryndísar. „Eva Bryndís Karlsdóttir fór frá heimili sínu í Vestmannaeyjum um klukkan þrjú aðfaranótt þriðjudagsins 28. apríl 1987. Um morguninn þegar fjölskyldan fór að óttast um hana var lögreglu gert viðvart og hófst leit upp úr hádegi þann sama dag,“ skrifar Bjarki.

Nánast ekkert er vitað um hvarf Evu Bryndísar. „Mikil leit var gerð. Notast var við þyrlu Landhelgisgæslunnar og sporhund við leitina en án árangurs. Þegar fjallað var um hvarfið í fjölmiðlum á þessum tíma var hún ekki nafngreind. Einhverjar kjaftasögur gengu varðandi hvarf Evu Bryndísar en ekki er né var talið að fótur værir fyrir þeim, sem mark væri á takandi heldur dæmigerður rógur með smábæjarbrag. Ekkert fannst sem upplýst gat neitt um hvarf Evu svo öruggt væri,“ skrifar Bjarki en hjá má finna síðu Bjarka.

https://www.facebook.com/mannshvorf/posts/502172283470907?__xts__%5B0%5D=68.ARBWOmXztxphi-SPFnP3PvWxtlhBQtxrOfXhzfTqhkxvaevpekzmRjOSdkl9iddhbMAayu0auA2LrZw7rZv5aeI7SFEUl__AQJM1VO2RvlOy1YuQ8MqAaVi1TR5U7e6rjugRStXF64ibYhvDobVKe3Za_iNwiusJ4uHqX1_GzIVouckh6Ztc979L-bfvGnsq2e3ewfRKU3gJ1pw93s6d6iWxoRneuODll1Bd3OGaRr6CfQ0nSpT0CgT0nngxyqnywv2AVlKIKb5B51yYTWyWfHDvr0hn6yjndRO5N8UEemPRq20ZrUs_opDWRmuyJoZn3eJJ-n_xj3RXLxuOKo654v0&__tn__=-R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“