fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Segir þurfa að styðja Svandísi í baráttunni gegn einkavæðingu: „Við kusum ekki Klíníkina“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét S. Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir það færast í vöxt að fagfjárfestar fjárfesti í heilbrigðisþjónustu. Þvert á vilja almennings hafi opinbert fé í vaxandi mæli runnið til einkareksturs á meðan opinber rekstur í heilbrigðiskerfinu hefur búið við óbreytta stöðu, eða verra, niðurskurð.  Hún segir almannahagsmuni fólgna í því að styðja við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra í baráttu hennar gegn einkavæðingu í heilbrigðismálum.

Þetta kemur fram í grein Margrétar hjá Vísi. Margrét bendir á að meðal 20 arðsömustu fyrirtækja á Íslandi dárið 2016 hafi þrjú fyrirtækjanna verið einkarekin heilbrigðisþjónustufyrirtæki.

„En þjónusta þeirra var að mestu greidd af ríkinu. Þá færist í vöxt hér á landi að fagfjárfestar fjárfesti í heilbrigðisþjónustu. Áður voru þetta fyrst og fremst læknar, sjúkraþjálfarar, aðrar heilbrigðisstéttir sem einkaráku eigin þjónustu og margs konar félagasamtök, sem ráku heilbrigðisþjónustu án hagnaðarsjónarmiða.“

Nú sé komin upp sú staða að heilbrigðisráðherra standi í erfiðri vörn gegn ásækni Klíníkunnar í liðskiptaaðgerðir.

„Sem Svandís og hennar ráðgjafar telja betur komið hjá opinberu sjúkrahúsunum LSH, sjúkrahúsinu á Akureyri SAK og sjúkrahúsinu á Akranesi HVE. Til ráðstöfunar sé takmarkað fé og það þjóni ekki almannahagsmunum til lengri tíma að dreifa því á fleiri stofnanir. “

Mikilvægt sé að styrkja aðstöðu og mannskap lykilsjúkrahúsa landsins: „opinberra stofnana sem lúta forræði og forgangsröðun þeirra sem stýra opinberu fé til heilbrigðismála og hafa verið kjörnir til þess af okkur, almenningi í landinu“

„Við kusum ekki Klíníkina til þess að móta stefnu okkar í heilbrigðismálum, en við fyrrgreinda stefnumörkun heilbrigðisyfirvalda vill Klíníkin ekki sætta sig og beitir fyrir sig gamalkunnum aðferðum í hagsmunabaráttu á þessu sviði – sjúklingum.“

Vissulega eru langir biðlistar vandamál, en vandamál sem má skýra með því að ríkisstjórnin hafi ekki tekið tillit til breyttra aðstæðna sem þrengja að fjárhag sjúkrahúsa sem og með fjársvelti í heilbrigðiskerfinu.  Ísland er skuldbundið samkvæmt evrópureglum til að gæta þess að bið eftir aðgerðum fari ekki úr hófi.  En þá standi þó til boða að fara erlendis í aðgerðir.

„Mér finnst raunar sérkennilegt að hægt sé að fara fram hjá fjárlögum með því að fara með aðgerðir og kostnaðinn til útlanda. Klínikin sem milligönguaðili í þeim leiðangri nýtir það grímulaust í sínum áróðri.“

Rannsóknir hafi sýnt að viðhorf Íslendinga í þessum efnum sé að mikill meirihluti vill að heilbrigðisþjónustan sé ríkisrekin.

„Þrátt fyrir það hefur opinbert fé til heilbrigðisþjónustu um árabil runnið í vaxandi mæli til einkareksturs meðan opinber rekstur hefur mátt búa við óbreytta stöðu eða jafnvel niðurskurð. Einbeitt ásókn samtaka lækna í opinbert fé hefur skilað þessu í bland við stefnuleysi stjórnvalda hvers tíma og skort á upplýstri opinberri umræðu.“

Margrét bendir á að erlendar samanburðarrannsóknir sýni að opinber rekstur í heilbrigðisþjónustu sé hagkvæmari en einkarekstur.  Það minnkar líkur á oflækningum ef fjárhagslegur hvati er ekki í jöfnunni heldur aðeins hagur sjúklingsins.

„Miklu varðar því að allir sem vilja standa vörð um hið opinbera heilbrigðiskerfi á Íslandi styðji Svandísi Svavarsdóttur í hennar baráttu. Ofureflið er töluvert og fjölmiðlar purkunarlaust misnotaðir í þágu einkaaðilanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili
Fréttir
Í gær

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar
Fréttir
Í gær

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár
Fréttir
Í gær

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“
Fréttir
Í gær

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag