fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kata fattar

Fréttir

Saka Vinnumálastofnun og Unni um valdníðslu: „Einbeittur og alvarlegur brotavilji“ 

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmannaleigan Menn í Vinnu hefur kært sektarákvörðun Vinnumálastofnunar til Félagsmálaráðuneytisins. Starfsmannaleigan telur ákvörðunina ólöglega og fela í sér valdníðslu. Þetta kemur fram í kæruskjali sem DV hefur undir höndum.

Vinnumálastofnun lagði, eins og áður hefur komið fram, 2,5 milljón króna stjórnvaldssekt á starfsmannaleiguna vegna misræmis milli skráningar starfsmanna hjá Vinnumálastofnun annars vegar og starfsmanna sem greiddu skatt hins vegar.

Misræmi vegna ráðningarsamninga sem bárust seint

Segir í kærunni að misræmið byggi á því að ráðningarsamningur frá starfsmannaleigunni hafi í einu tilviki borist einum til tveimur mánuðum of seint til Vinnumálastofnunar. Misræmið hafi ekkert með mál Rúmenanna að gera og sýni ekki fram á neins konar brot starfsmannaleigunnar gagnvart starfsmönnum sínum.

Þvert á móti sýndu ráðningarsamningarnir og önnur gögn fram á að kærandi hefur staðið við sitt í hvívetna gagnvart starfsmönnum. Er því ljóst að engar afleiðingar eða tjón leiddi af þessari formlegu yfirsjón starfsmanns kæranda.

Í kærunni segir enn fremur að Vinnumálastofnun hafi sent starfsmannaleigunni bréf vegna misræmisins, en þar var ekki tilgreint hvaða starfsmenn ættu í hlut. Menn í Vinnu sendu í kjölfarið að minnsta kosti fjórum sinnum fyrirspurn til Vinnumálastofnunnar, en fengu engin svör.

„Góðan daginn, getið þið sent okkur án tafar hjá hvaða 7 mönnum var misræmi ? Það eru 13 dagar síðan við óskuðum eftir að fá þessar upplýsingar.“

Þrátt fyrir engin svör hafi starfsmannaleigan þó sent öll gögn sem gætu mögulega leyst málið. En fyrirspurnum þeirra var þó ekki svarað. Ekki fyrr en lögmaður Manna í Vinnu sendi kröfubréf á Unni Sverrisdóttur vegna meiðyrðamáls sem nú hefur verið þingfest í héraðsdómi. Þá hafi Vinnumálastofnun loks svarað, nema svarið var í formi áðurnefndrar stjórnvaldssektar sem var tilkynnt leigunni þann 11. mars.

Stefnandi telur blasa við US[Unnur Sverrisdóttir] og kærði hafi í kjölfar rannsóknar sinnar komist að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum þeim er hafðar voru uppi á hendur starfsmannaleigunni um alvarleg brot gegn Rúmenunum. Það eina sem stofnunin hafði upp á starfsmannaleiguna að klaga, eftir ítarlega eftirgrennslan, var það að ráðningarsamningar frá starfsmannaleigunni hafi í einu tilviki borist einum til tveimur mánuðum of seint til kærða.

Einbeittur og alvarlegur brotavilji forstjóra Vinnumálastofnunnar

Starfsmannaleigunni finnst undarlegt að stjórnvaldssektin hafi verið lögð á aðeins nokkrum dögum eftir að Unnur Sverrisdóttir hafi kallað eftir því að fólk þyrfti að taka höndum saman til að stöðva Menn í vinnu ehf. „Þetta er alveg hræðilegt að þetta skuli viðgangast og það verður bara að taka saman höndum núna og stöðva þetta. Það er bara alveg nauðsynlegt, allir verða að taka höndum saman. Þetta er glæpastarfsemi, þetta er ekkert annað. “

Í kærunni segir að stjórnvaldssektin beri með sér einbeittan og alvarlegan brotavilja Unnar gagnvart leigunni.

Vill kærandi vekja athygli á því að álagning stjórnvaldssektarinnar sýnir best fram á hversu einbeittur og alvarlegur brotavilji US hefur verið gagnvart kæranda. Álagningin sýni að þegar US hafði áttað sig á því að kærandi hefði einmitt ekki brotið með neinum hætti gegn Rúmenunum, þá hafi hún leitað að öðrum leiðum til að stöðva kæranda. Framangreint sektarákvæði hafi verið það eina sem kom upp úr pottinum og hafi því verið beitt gagnvart kæranda með vægðarlausum hætti í kjölfarið og það vegna smávægrar formlegar yfirsjónar starfsmanns kæranda sem hafði engar afleiðingar fyrir starfsmenn eða aðra.

Kæran er dagsett 29. mars síðast liðinn, en samkvæmt lögum um starfsmannaleigur skal Félagsmálaráðuneytið leitast við að kveða upp úrskurð í málinu innan tveggja mánaða.

Ofangreindar upplýsingar úr stjórnvaldskæru Manna í Vinnu ehf. á ákvörðun Vinnumálastofnunnar er í hróplegu ósamræmi við yfirlýsingar meðal annars Eflingar um að misræmið hafi verið stórfellt. Athuga ber þó að kæruskjalið ber aðeins hlið starfsmannaleigunnar með sér og því verður ekkert fullyrt um grundvöll sektarinnar.

Sjá einnig: 

Efling enn í stríði fyrir „Grátandi Rúmenann“ – Í athugun að kæra Menn í vinnu til lögreglu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis