fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kata fattar

Fréttir

Magnús fór fárveikur á mikilvægasta fund ævi sinnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var að fara á mikilvægasta fund ævi minnar og raunar verið allt lífið að undirbúa mig fyrir þennan dag, þannig að þetta leit illa út,“ segir Magnús Scheving í viðtali í 25 ára afmælisriti Viðskiptablaðsins sem kom út á dögunum.

Eins og flestum er kunnugt er Magnús maðurinn á bak við Latabæ en árið 2002 dró heldur betur til tíðinda þegar Magnúsog teymi hans var boðað á fund hjá bandaríska stórfyrirtækinu Nickelodeon. Framleiddur hafði verið kynningarþáttur af Latabæ fyrir sjónvarpsstöðina en rétt áður en hópurinn hélt til Bandaríkjanna dundi ógæfan yfir.

„Morguninn sem ég átti að fljúga út syrti í álinn. Ég hafði þá nýlega farið í hálskirtlatöku og ekki beinlínis verið að hlífa mér eftir það, og þegar ég vaknaði eldsnemma var blóð út um allt. Ég ók beint á slysadeild en þá var enginn læknir sem gat sinnt þessu fyrr en um hádegi, og flugið var um klukkan fimm. Ég var að fara á mikilvægasta fund ævi minnar og raunar verið allt lífið að undirbúa mig fyrir þennan dag, þannig að þetta leit illa út.“

Svo fór að læknirinn kom og bræddi sárið saman. Hann varaði Magnús þó sterklega við því að fljúga enda var mikið blóð búið að safnast upp í maganum á honum.

„Sá valkostur var ekki til staðar í mínum huga svo ég fór nú í flugið og vélin var varla komin á loft þegar ég hrundi í gólfið,“ segir Magnús en svo fór að kallað var á lækni sem stumraði yfir honum. Þegar til New York var komið beið hans sjúkrabíll sem átti að flytja hann á sjúkrahús. Það kom ekki til mála hjá Magnúsi að fara á sjúkrahús enda vildi hann ekki hætta á það að missa af fundinum sem var klukkan níu daginn eftir.  Í viðtalinu segir Magnús að hann hafi komist á hótelið en legið í rúminu fárveikur um nóttina. Hann reif sig þó á fætur um morguninn, skellti sér í sturtu og beint á fundinn í höfuðstöðvum Nickelodeon.

„Hann stóð yfir í tvo tíma og ég og hópurinn seldum Latabæ með frábærri kynningu. Auðvitað var ætlast til að ég myndi hoppa og sprikla eins og alvöru álfur, og ég beit á jaxlinn og gerði armbeygjur á annarri hendi, gekk á höndum um alla skrifstofuna og stökk svo aftur á bak heljarstökk af skrifborðum með tilheyrandi látbragði. Þetta féll mjög vel í kramið hjá Bandaríkjamönnunum,“ segir Magnús sem tilkynnti í lok fundar að hann gæti farið í hvaða barnaskóla sem er í borginni og heillað börn upp úr skónum, ef vilji væri til.

„Þeir hringdu skömmu síðar. Ég átti ekkert von á að þeir tækju mig á orðinu, en ekki aðeins gerðu þeir það heldur fengu þeir að hlaupa inn í skóla þarna án nokkurs fyrirvara, sem er ekki algengt þar í landi. Ég varð því að gjöra svo vel að brölta á fætur og fara til þessa skóla í Queens, þar sem ég hoppaði og skemmti í búningnum í fjóra tíma og krakkarnir alveg dolfallnir. Fulltrúar sjónvarpsstöðvarinnar mættu og eftir það samþykktu þeir kaupin.“

Viðtal Viðskiptablaðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis