fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Kolbrún segir að ósvífnin sé algjör: „Almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Almenningur í landinu hefur sannarlega búið ansi lengi við það að launahækkanir renni beint út í verðlagið og verði að engu. Forsvarsmenn fyrirtækja sem kokhraustir hafa undanfarið tilkynnt um verðhækkanir á vörum sínum virðast sannfærðir um að þeir komist upp með þær.“

Þetta segir Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þar skrifar Kolbrún um þá ákvörðun fyrirtækja að hækka hjá sér verð í kjölfar kjarasamninga. Eitt af markmiðum samninganna var að tryggja kaupmátt launa og viðhalda stöðugleika. Kolbrún lætur umrædd fyrirtæki fá það óþvegið og bendir á, eins og að framan greinir, að Íslendingar hafi lengi búið við það að launahækkanir renni út í verðlagið.

„Sennilega hafa þeir í huga að svona hafi þetta nú lengi verið og þannig skuli það áfram vera. Kjarasamningar sem miða að því að bæta kjör þeirra sem lægstu launin hafa skulu gerðir að engu. Ósvífnin er algjör. Það er einkennilegt að þeir forsvarsmenn fyrirtækja sem vilja skella sér í hækkanir á vörum sínum virðast alls ekki hafa neytendur í huga. Það er eins og þeir líti á neytendur sem viljalausa einstaklinga sem láti bjóða sér allt.“

Fleiri mættu vera eins og Þórarinn

Þórarinn Ævarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri IKEA, er í miklu uppáhaldi hjá Kolbrúnu og segir hún að sannarlega sé ekki hægt að ætlast til þess að allir forsvarsmenn fyrirtækja starfi eins og hann. Segir Kolbrún að hann hafi talað máli neytenda svo hraustlega að þeim forstjórum sem hafa „græðgishugsun“ að leiðarljósi þykir nóg um.

„IKEA nýtur velvilja meðal almennings og það er ekki síst Þórarni að þakka. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að sprengja upp verð til þess eins að græða sem mest. Fyrirtæki sem það gera fá ekki á sig gott orð, þótt þar á bæjum hagi menn sér eins og þeir telji sig geta komist upp með hvað sem er. Neytendavitund er blessunarlega að aukast meðal þjóðarinnar. Þar hefur fólk eins og Þórarinn Ævarsson lagt sitt af mörkum,“ segir Kolbrún.

„Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra?“

Hún bendir á að ef fyrirtæki vilja að fólk nýti sér þjónustu þeirra verði þau að ávinna sér traust.

„Sum fyrirtæki kæra sig greinilega lítt um það en viðhorfið kann að breytast fari almenningur að sniðganga vörur þeirra. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur ekki útilokað að hvatt verði til þess. Það þarf þó ekki slíka forystu til, almenningur er fullkomlega fær um að taka málin í eigin hendur og beina viðskiptum frá fyrirtækjum sem láta sér á sama standa um hag neytenda.“

Kolbrún segir að fyrirtæki eigi að sýna þjónustulund og viðhorfið til neytenda eigi að einkennast af velvilja í þeirra í garð.

„Hugsunin á ekki að vera: Hversu mikið getum við nú komist upp með að okra á viðskiptavinum? Vitaskuld verða forsvarsmenn fyrirtækja að huga að hagnaði en það er ekki eins og eina ráðið til að ná honum sé að okra sem mest,“ segir Kolbrún sem bætir við að ef fyrirtæki vilja ná viðskiptavinum á sitt band verða þau að sýna að þeim sé umhugað um viðskiptavininn.

„Þar er auðurinn. Hótanir um verðhækkanir vegna skynsamlegra kjarasamninga lýsa nákvæmlega engri umhyggju. Þetta eru kjarasamningar sem byggja á því að hafa hemil á verðbólgudraugnum og eiga að stuðla að því að kaupmáttur aukist. Það er mikilvægt að um þessa kjarasamninga ríki sátt. En þá hefst vein frá forsvarsmönnum fyrirtækja sem telja launahækkanir of miklar. Svo má velta því fyrir sér hvort stórfyrirtæki sem treysta sér ekki til að borga starfsmönnum mannsæmandi laun eigi ekki bara að loka. Sómakennd einkennir allavega ekki rekstur þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fatlaðir upp á punt
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dularfulli pistillinn sem hvarf

Dularfulli pistillinn sem hvarf
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skúli í Subway uggandi: „Neytandinn fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra“

Skúli í Subway uggandi: „Neytandinn fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok
Fréttir
Í gær

Innbrotum á heimili fjölgar í höfuðborginni

Innbrotum á heimili fjölgar í höfuðborginni
Fréttir
Í gær

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar

Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum í Efstadal í sumar
Fréttir
Í gær

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi

Harðar deilur á Reykjanesbraut: Kastaði kaffibollanum í bílinn á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein

Ólafur Ragnar og Dorrit á mynd með vinkonum Jeffrey Epstein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar

Stórundarlegt slys á Grandanum: „Fór eins og torfærubíll yfir kyrrstæðan bíl“ – Sjáðu myndirnar