fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kata fattar

Fréttir

„Eftir langan góðan kafla helltist hún aftur yfir mig í morgun, sorgin yfir því að hitta ekki börnin mín“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. apríl 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag er erfiður dagur. Eftir langan góðan kafla helltist hún aftur yfir mig í morgun, sorgin yfir því að hitta ekki börnin mín, yfir að hafa tapað sambandinu við þá einstaklinga í heiminum sem skipta mig meira máli en lífið sjálft.“

Þetta segir í bréfi sem foreldri sendi Félagi um foreldrajafnrétti, en í dag er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um foreldraútilokun. Foreldraútilokun er það kallað þegar barni eru að ástæðulausu innrættar neikvæðar tilfinningar, svo sem ótti, hatur og fyrirlitning í garð foreldris, oft í tengslum við skilnað eða forsjárdeilur. Barnið sýnir þá mjög sterka afstöðu með foreldrinu sem beitir útilokuninni en hafnar sambandi við hitt foreldrið.

Heimir Hilmarsson, félagsráðgjafi og formaður Félags um foreldrajafnrétti, skrifar um þetta í Morgunblaðið í dag.

Alvarlegar og langvarandi afleiðingar

„Oft nær útilokunin til allra í fjölskyldu og vinahring útilokaða foreldrisins. Afleiðingarnar fyrir barnið eru alvarlegar og langvarandi. Samkvæmt könnun sem Félag um foreldrajafnrétti fékk gerða í apríl 2017 þekkja 36,7% Íslendinga barn eða uppkomið barn sem hefur verið synjað að einhverju eða öllu leyti um að umgangast annað foreldri sitt. Í hverri viku hafa foreldrar, ömmur og afar samband við félagið til að leita ráða gegn þessu ofbeldi. Nýlega barst félaginu bréf sem útskýrir vel líðan foreldris sem er þolandi þessa ofbeldis,“ segir Heimir sem gefur foreldrinu orðið:

„Í dag er erfiður dagur. Eftir langan góðan kafla helltist hún aftur yfir mig í morgun, sorgin yfir því að hitta ekki börnin mín, yfir að hafa tapað sambandinu við þá einstaklinga í heiminum sem skipta mig meira máli en lífið sjálft. Flestir hafa upplifað að týna barninu sínu smástund, í Hagkaup, niðri í bæ á 17. júní eða álíka. Hjartað stoppar, allur heimurinnn fer í „slómó“ og svo tekur adrenalínið völdin. Engin hugsun kemst að önnur en að finna barnið og sem betur fer tekur það yfirleitt stutta stund. Foreldri sem hefur misst allt samband við barnið sitt vaknar hvern einasta dag eins og það hafi týnt barninu sínu í gær og að það hafi ekki fundist. Það líða aldrei meira en örfáar sekúndur frá því augun opnast á morgnana og þangað til það skellur á manni af fullum þunga. Eins og vörubíll á fullri ferð. Að barnið er horfið þér, það óttast þig og jafnvel fyrirlítur án nokkurrar gildrar ástæðu, nema heiftar hins foreldrisins. Hver dagur er fullur af angist og þráhyggjukenndum hugsunum þar sem þú ferð aftur og aftur og aftur í gegnum það hvað hefur gerst og hvað væri mögulega hægt að gera til að „finna“ barnið aftur. Allir dagar eru litaðir þessum hugsunum, sorginni yfir missinum og því sem er verið að gera barninu. Suma daga er það bara eins og ca. 30% vinna að hafa allar þessar hugsanir í bakhöfðinu og þyngslin í brjóstinu. Aðrir dagar eru verri og þá er býsna gott ef þú getur mætt í vinnu og feikað þig í gegnum daginn. Þegar þú átt slæman dag er engin leið að forða sér. Trukkurinn keyrir þig á kaf af fullum þunga. Þá er gott að eiga einhvern að sem skilur, því eitt af því sem gerir þetta ofbeldi enn verra er þegar þarf að útskýra málið fyrir vinum og kunningjum. Þú ert kannski í fermingarveislu og einhver fjarskyldur ættingi segir: „Hvað er að frétta af syni þínum, er hann kominn í menntaskóla?“ Eða: „Ég sá stelpuna þína keppa í fótbolta um daginn, rosalega er hún lík þér!“ Hvernig er þá hægt að segja frá því án þess að fara að gráta fyrir framan alla að þú hefur ekki séð barnið þitt í mörg ár? Að það hefur lokað á öll samskipti við þig og hitt foreldri þess ber út sögur um að það sé hrætt við þig um leið og það lætur jafnvel að því liggja að þú hafir beitt það ofbeldi? Ef þú ert faðir er alveg sama hvað þú áttir gott samband við barnið þitt fyrir skilnað, þegar tekist hefur að eitra samband barnsins þíns við þig er almenningsálitið tilbúið að trúa flestu upp á þig. Að vera útilokuð móðir er enn verra. Fordómar í garð mæðra sem missa tengsl við börnin sín eru grimmilegir.“ Eitthvað hefur nú gengið á fyrst barnið neitar að hitta móður sína,“ segir fólk.

Auknar líkur á kvíða og þunglyndi

Heimir skrifar einnig um málið í Fréttablaðið í dag þar sem hann segir að foreldraútilokun geti valdið barninu langvarandi skaða.

„Það innrætir því sjálfsfyrirlitningu og eykur líkur á kvíða, þunglyndi, áhættuhegðun, fíknisjúkdómum og vandræðum í nánum samböndum síðar á lífsleiðinni. Einnig má flokka foreldraútilokun sem fjölskylduofbeldi því tilgangur ofbeldisins er hefnd gagnvart fyrrverandi maka. Sem slíkt er þetta ofbeldi mjög áhrifaríkt, því það fer fram í skjóli þagnar og stuðnings samfélagsins,“ segir Heimir og bætir við að annars vegar sjái fólk ástríkt foreldri í góðu sambandi við barn sitt og hins vegar foreldri sem barn hefur af einhverri ástæðu slitið öllu sambandi við.

„Feður og mæður beita þessu of beldi í líkum mæli en mæður eru líklegri til að komast upp með að útiloka börnin sín en feður. Foreldrar sem beita börn sín og fyrrverandi maka þessu ofbeldi eiga oft við persónuleikaröskun að stríða s.s. jaðarpersónuleikaröskun, sjálfhverfu eða siðblindu. Einstaklingar með persónuleikaraskanir af þessu tagi eiga oft mjög erfitt með að sjá eigin sök og eru afar tregir til að taka þátt í fjölskylduráðgjöf. Hætt er við að sáttamiðlun og samningar við slíka einstaklinga skili engu. Skömm og þöggun eru bestu vinir þeirra sem beita ofbeldi. Þess vegna er mikilvægt að draga þessi ljótu fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og ræða þau,“ segir Heimir að lokum og bendir á Facebook-síðu og heimasíðu Félags um foreldrajafnrétti þar sem finna má meiri fróðleik um foreldraútilokun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis