fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sölvi segir helför í gangi gegn húsdýrum: „Erum um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðför nútímamannsins á búfénaði er svo slæm að líkja má því við helför. Dýr, sem eðlislægt er að vera úti við, eru höfð innandyra allt sitt líf og aflífuð með ómannúðlegum aðferðum. Maðurinn kemur í raun betur fram við hlutina sína, heldur en dýrin. Með því að halda dýr til matvælaframleiðslu er nútímamaðurinn að undirrita eigin dauðadóm.

Þetta segir Sölvi Jónsson, félagsliði og tónlistarmaður, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann spyr samlanda sína hvort þeir hafi virkilega list á að taka þátt í þessu athæfi.

Sölvi segir að sýklalyfjaónæmi mannsins, vegna neyslu á líkama og afurðum dýra sem hafa verið sprautuð með miklu magni sýklalyfja, sé mikil ógn og gróðurhúsalofttegundir sem losna frá búræktum sé umhverfisvá.

„Á hverju ári er 56 milljörðum dýra slátrað sem gerir 2.000 dýr á hverri sekúndu, og er þá fiskurinn ekki meðtalinn. Áætlað er að meðal Vesturlandabúi éti yfir 7.000 dýr á líftíma sínum; 11 kýr, 27 svín, 30 kindur, 2.400 hænur, 80 kalkúna og 4.500 fiska,“ segir Sölvi og bætir við að húsdýr séu ekki alin við sama sveitabúskap og áður þekktist, heldur sé verksmiðjubúskapurinn nú allsráðandi og í slíkum búskap er, samkvæmt Sölva, lítið hugsað um líðan dýranna. Hænuungar eru flokkaðir eftir kyni, kvendýrum er haldið á meðan karldýrin enda beint í kvörninni. Einnig þekkist það að goggurinn sé klipptur að hluta af hænunum, til að koma í veg fyrir að þær kroppi hver í aðra þar sem þeim er haldið þétt saman, í litlum búrum þar sem ekki gefst einu sinni færi á að breiða út vængina.

Þegar hænurnar fara svo að verpa færri eggjum, um 18 mánaða gamlar, þá séu þær gjarnan aflífaðar með eftirfarandi hætti:

„Fiðurfénaðurinn er hengdur á löppunum upp á króka sem fer eftir „færibandi“ að hjólblaði sem snýst og sker hann á háls. Í millitíðinni eiga hænurnar að hafa farið með höfuðið ofan í vatn sem slær þær út tímabundið þannig að dauðinn verði sársaukalaus. Það er hins vegar vitað að hænurnar „missa“ sumar hverjar af vatninu.“

Ekki er kúnni boðið upp á betri tilveru: „Mjólkurkýr eru þvingaðar til þess að bera kálfi á hverju ári, annars dettur mjólkurnytin niður. Kálfurinn er tekinn af kúnni aðeins nokkurra tíma gamalla og er oftast slátrað. Þeir sem til þekkja segja að móðirin syrgi kálf sinn svo dögum skiptir.“ Þar að auki þjást kýrnar af sársaukafullri júgurbólgu sem er afleiðing af því að þær eru látnar mjólka margfalt meira en er þeim eðlislægt.

„Hlutgerving dýra er algjör – nei, þetta er ekki rétt, við þurrkum af hlutum og pössum að þeir brotni ekki.“

„Við höfum skapað húsdýrum líf sem er hreinasta helvíti á jörð“

Mannskepnan dæmir húsdýrin til þessarar tilveru fyrir þær sakir einar að kjötið af þeim eða afurðir bragðast vel.

„En með þessari helför gagnvart húsdýrunum erum við um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm.“

Stærsta framför læknavísindanna, sýklalyfin, eru að verða ónothæf vegna ónæmis sem rekja má til neyslu mannsins á dýrum sem hafa verið sprautuð ótæpilega með sýklalyfjum. Neysla mannsins á kjöti leiðir líka til meiri losunar á gróðurhúsalofttegundunum heldur en allar samgöngur jarðar samanlagðar fyrir utan þá staðreynd að það þarf meira vatn til að halda dýr til matvælaframleiðslu, heldur en til ræktunar á matjurtum.

„Í þessari umfjöllun hef ég sleppt húsdýrunum sem er farið verst með, svínunum. Ef lesandinn vill vita meira og sjá aðbúnað dýra í verksmiðjubúskap nútímans með eigin augum þá bendi ég honum á heimildarmyndina Dominion, sem er aðgengileg á YouTube. Allt myndefni Dominion kemur frá hinu „siðmenntaða“ landi Ástralíu. Svo er það samviskuspurningin að lokum: Vilt þú vera þátttakandi í þessu?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis