fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Magnús fordæmir ráðamenn: „Við erum að eyðileggja Laugaveginn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Magnús Scheving segir að Íslandi skorti sýn á því hvernig best sé að markaðssetja landið. Íslendingar styðja ekki nægilega vel við íslensk vörumerki og eyði alltof miklu púðri í að flækja hversdagslífið, fremur en að auðvelda það. Á Íslandi er mikið fólk sem býr yfir umfangsmikilli þekkingu, en svo virðist vera að þjóðin taki mun meira mark á upplýsingum og þekkingu sem er sótt út fyrir landsteinana. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Latibær er liklega þekktasta íslenska vörumerkið,“ segir Magnús, en bætir þó við að Ísland hafi ekki tekið jafn virkan þátt í að styðja við vörumerkið Latabæ líkt og nágrannar okkar í Danmörku gera með vörumerki sín. Til dæmis séu flugvélar þar merktar með Lego, sem er eitt frægasta danska vörumerkið. Íslendingar séu meira í því að hefja erlend vörumerki upp heldur en íslensk.

„Íslendingar eru frekar miklir frumkvöðlar. En í vörumerkjum höfum við ekki staðið okkur nægilega vel ef við lítum til dæmis til Danmerkur.“

Magnús tók sem dæmi að á barnamenningarhátíðum á Íslandi, séu sungin erlend barnalög, til dæmis lögin um Línu Langsokk. Réttara þætti  Magnúsi að slíkar hátíðir væru nýttar til að upphefja þann mikla fjölda af góðum íslenskum barnalögum, sem við  höfum úr að velja. Eftir hrunið hafi íslenskir frumkvöðlar tekið við keflinu og hafið uppbyggingu á landinu.

Íslenskir frumkvöðlar eru kraftmiklir, en um leið og halla fer undan fæti eru Íslendingar, að sögn Magnúsar, fljótir að byrja að tala frumkvöðlanna og vörur þeirra niður í stað þess að styðja við þá.

„Þar af leiðandi nær heimamarkaðurinn ekki að viðhalda þessu. Það nær ekki að halda uppi nema einstaka dæmi sem er ótrúlega vel gert eins og Bláa lónið.

Ferðamannaiðnaðurinn er stór á Íslandi og ferðamenn koma hingað til að sjá íslenska náttúru og menningu.

„Núna aftur á móti erum við að eyðileggja fullt. Við erum að eyðileggja Laugaveginn og gera að einhverri Lundabúða-paradís. Sem er algjörlega óskiljanlegt. Útlendingar vilja koma hingað og sjá eitthvað sem við höfum verið að gera. Það er ekki einhver Puffin-búð frá Kína. […] Nú er líka verið að setja laxeldi í einhverja firði, afhverju erum við að gera það ? “

Magnús efast um að Íslendingar kæri sig um að vera þekktir út á við fyrir fjöldaframleiddar Lundatuskubrúður, eða laxeldi í fjörðum. Sem betur fer hafi Ísland alltaf náttúruna sína, því ekki hafi enn tekist að eyðileggja hana með sama hætti og Laugaveginn. Magnúsi finnst í rauninni óskiljanlegt hvernig ráðamenn landsins nálgist störf sín.

Sem dæmi um þetta nefnir hann aðgerðir til að takmarka hávaðamengun við götu í Akureyri. Þar sé verið að ráðast í kostnaðarsamar aðgerðir til að íbúar verði ekki fyrir ónæði sökum hávaða frá umferðinni.  Magnús segir að þeim sem ekki þoli hávaða sé í lófa lagið að velja sér húsnæði sem er ekki við hávaðasama umferðargötu. Til dæmis í einni dýrustu borg jarðarinnar, New York.

„Í New York er áreiðanlega meiri hávaði. Þar býr fólk sem vill búa þar“

„Mér finnst persónulega að þegar ég vakna á hverjum degi þá finnst mér eins og þingmenn vakni og labbi í vinnuna og hugsi: Hvernig getum við haft lífið erfiðara fyrir hinn venjulega mann?Ég ætla að leggja meiri álögur á þá, ætla að leggja meiri skatta“

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis