fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kata fattar

Fréttir

Kona á fimmtugsaldri lést eftir neyslu á listeríusmituðum laxi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 07:47

Mynd úr safni. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona á fimmtugsaldri lést í janúar af völdum listeríusýkingar. Konan borðaði reyktan og grafinn lax um jólin. Listería fannst í laxinum við rannsóknir. Konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Í kjölfar andlátsins og niðurstöðu rannsóknarinnar á laxinum var framleiðslu á laxi hætt hjá framleiðanda hans.

RÚV skýrir frá þessu og vísar í Farsóttarfréttir Landlæknis. Segir RÚV að í febrúar hafi Ópal Sjávarfang stöðvað alla framleiðslu eftir að listería fannst í vörum frá fyrirtækinu. Matvælastofnun taldi að fleiri vörur frá fyrirtækinu kynnu að vera mengaðar af listeríu og því hafi allar reyktar afurðir frá fyrirtækinu verið innkallaðar úr verslunum.

Konan veiktist í byrjun árs og lést hálfum mánuði síðar. Í frysti á heimili hennar var lax og leiddi rannsókn á honum í ljós að listería var í honum. Einnig sýndu ræktanir úr verksmiðju og vörum framleiðandans að listeríu var að finna í þeim. Hluti af vörum framleiðands hafði verið fluttur til Frakklands og var dreifingaraðilum þar í landi gert viðvart.

Listería getur valdið sjúkdómi hjá mönnum og dýrum en þau eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og fósturlát eru síðan alvarleg einkenni sjúkdómsins. Bakterían getur valdið dauða en yfirleitt er það fólk með skert ónæmiskerfi sem hún verður að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis