fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur á kaffihúsi í miðborginni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 06:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða tímanum í nótt tilkynntu öryggisverðir í miðborginnu um innbrot í kaffihús. Þeir höfðu umkringt vettvang og sáu mann innandyra. Þar handtók lögreglan mann í annarlegu ástandi. Hann hafði stolið peningum og stungið á sig. Við leit á honum fundust einnig fíkniefni. Maðurinn var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um þrjá hótelgesti sem höfðu verið að nota fíkniefni á hóteli í miðborginni og hafði þeim verið vísað af hótelinu fyrir vikið. Er lögreglumenn komu á vettvang var einn þeirra farinn og hinir tveir á útleið.

Á öðrum tímanum í nótt fundu tveir menn einhverja undarlega hvöt hjá sér til að ryðja vörum úr hillum verslunar í miðborginni og hafa í hótunum við starfsfólk. Mennirnir voru farnir þegar lögreglan kom á vettvang en væntanlega munu þeir þekkjast á upptökum úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar.

Um klukkan hálf tvö höfðu lögreglumenn afskipti af manni í Hlíðahverfi en sá teymdi vespu. Fíkniefnalykt fannst af manninum og framvísaði hann meintum fíkniefnum. Við leit á honum fannst meira af fíkniefnum. Maðurinn sagði vin sinn eiga vespuna. Hald var lagt á hana og getur eigandi hennar sótt hana til lögreglunnar.

Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili

Ákvörðun Útlendingastofnunar afturkölluð – Mayeth verður ekki send úr landi í bili
Fréttir
Í gær

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar

Magnús ákærður – Talinn hafa svikið út 85 milljónir frá Sparisjóði Siglufjarðar
Fréttir
Í gær

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár

Ríkisskattstjóri gefur ekki upplýsingar um 10 tekjuhæstu í ár
Fréttir
Í gær

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“

Pálmi sparar ekki stóru orðin: „Illa innrætt og heimskt fólk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut

18 ára piltur í vanda eftir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna

Eitt stærsta fíkniefnasmygl sögunnar – Fjórir Íslendingar í haldi – Kókaínið metið á hundruði milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“

Guðni forseti birtir hjartnæma mynd af föður sínum: „Segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag

Lögregla varar við umferðartöfum – Hér gætu orðið miklar tafir í dag