fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hörður Sigurgestsson er látinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélags Íslands, er látinn. Hann lést á mánudaginn en hann varð áttræður í fyrra.

Hörður lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1958 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands 1965. Hann lauk MBA-prófi 1968 frá Wharton School, University of Pennsylvania í Bandaríkjunum.

Hann var ráðinn forstjóri Eimskipafélags Íslands árið 1979. Hann lét af starfi forstjóra árið 2000. Hann sat í stjórn Flugleiða 1984-2004.

Hörður var virkur í Sjálfstæðisflokknum og sat meðal annars í stjórn SUS og fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.

Eftirlifandi eiginkona Harðar er Áslaug Ottesen bókasafnsfræðingur, fædd 1940. Börn þeirra eru Inga, fædd árið 1970, og Jóhann Pétur, fæddur árið 1975. Hann átti fimm barnabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástandið á Borgarfirði Eystra: Sjúklingur saumaður með nál og tvinna og deyfður með koníaki

Ástandið á Borgarfirði Eystra: Sjúklingur saumaður með nál og tvinna og deyfður með koníaki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Trausti fær tæpar 2 milljónir í skaðabætur frá ríkinu – Fatn­aður hans blóðugur og framburður óskýr

Jón Trausti fær tæpar 2 milljónir í skaðabætur frá ríkinu – Fatn­aður hans blóðugur og framburður óskýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur bíður eftir að bankarnir lækki vexti: „Það verður alls ekki látið átölulaust“

Vilhjálmur bíður eftir að bankarnir lækki vexti: „Það verður alls ekki látið átölulaust“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir án útboðs – „Ólíðandi framkoma gagnvart skattgreiðendum í Reykjavík“

Borgin keypti sérfræðiþjónustu fyrir 395 milljónir án útboðs – „Ólíðandi framkoma gagnvart skattgreiðendum í Reykjavík“