fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Costco hefur valdið Þórarni vonbrigðum: „Þessir hlutir eru ekki alveg í lagi hjá þeim“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Persónulega hefur Costco valdið mér vonbrigðum,“ segir Þórarinn Ævarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri IKEA, í hlaðvarpinu Viðskiptapúlsinn á vef Morgunblaðsins. Þórarinn segir að fyrirtækið virðist ekki gera sér grein fyrir virði starfsmanna, vöruúrval hafi dregist saman og svo sé það með ólíkindum að hillumerkingar skuli vera hafðar á ensku.

„Ég er mikill talsmaður þess að það sé óheft samkeppni, ég held hún leiði bara gott af sér.“

„Ég var nú einn af þeim sem fagnaði hvað mest þegar þeir komu hingað, ekki bara vegna þess að þeir voru nágrannar mínir heldur bara vegna þess að ég vildi sjá aukna samkeppni. Þeir hafa verið minna spennandi eftir því sem tíminn líður heldur en þeir voru í byrjun. Þegar maður kom þarna fyrst svignuðu hillurnar undan ferskum ávöxtum og grænmeti og það voru fiskabúr með lifandi kröbbum og guð má vita hvað. Síðan er þetta allt meira og minna farið og það er svolítil spæling.“

Rekstur fyrirtækja á borð við IKEA og Costco snýst fyrst og fremst um að byggja upp og halda góðum mannauð. Costco í Bandaríkjunum er þekkt fyrir að borga laun yfir lágmarkinu og minni starfsmannaveltu en hjá samkeppnisaðilunum. Sú er ekki raunin hjá rekstri Costco á Íslandi, segir Þórarinn.

„Þessir hlutir eru ekki alveg í lagi hjá þeim. Starfsmannaveltan er feikileg. Ég hef fengið fullt af fólki sem hefur sótt um vinnu hjá mér sem kemur úr Costco og fólk stoppar stutt við. Þeir eru ekki að ná að halda í íslenskt fólk og með fullri virðingu fyrir erlendum starfsmönnum þá þarf íslenskt fólk að vera þarna líka.“

Einnig hafi verslunin ekki haft fyrir því að þýða hillumerkingar yfir á íslensku. Slíkt hefði sem dæmi aldrei liðist í landi á borð við Frakkland.

„Það er með ólíkindum að horfa á hillumerkingarnar á ensku. það er í sjálfu sér ekki boðlegt í þessu landi. Alls ekki boðlegt að svona stórt fyrirtæki hafi ekki fyrir því að þýða yfir á íslensku. Ég held að þetta fari ofan í undirmeðvitund fólks og trufli það til lengri tíma. Ég held að fólk stuðist við þetta þótt það segi ekki mikið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi

5 tilefni til skrúðgöngu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag

Tekjublað DV kemur út á þriðjudag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur

Hjörvar tjáir sig um óvæntan brottrekstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“

Skúli í Subway gáttaður á Sveini Andra – „Ég bara spyr, hverjir hafa ekki lent í þessu?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis

Guðmundur Ingi kominn með ökklaband – Gagnrýnir fjölmiðla fyrir umfjöllun um afplánun utan fangelsis